fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Fréttir

Leynskýrsla birt– Djúp gjá í Moskvu og reynt að hræða Pútín

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 31. mars 2022 07:59

Pútín er líkt við pókerspilara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Djúp gjá hefur myndast á milli Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra. Þetta kemur fram í leynilegri skýrslu bandaríska varnarmálaráðuneytisins sem hefur nú verið birt opinberlega.

New York Times segir að í skýrslunni komi fram að reiknað sé með vaxandi óróleika meðal valdhafanna í Kreml.

Áður en Rússar réðust inn í Úkraínu var það áætlun Bandaríkjamanna að gera leyniþjónustuupplýsingar sínar um áætlanir Pútíns um innrás opinberar. Ekki er vitað hver eða hverjir eru heimildarmenn Bandaríkjanna innan veggja Kreml enda gæta Bandaríkjamenn þeirra upplýsinga jafn vel og ef ekki betur en gullforða síns. En upplýsingarnar reyndust að mestu réttar eftir því sem New York Times segir.

Í fyrrnefndri skýrslu kemur fram að nánustu ráðgjafar Pútíns hafi villt um fyrir honum hvað varðar þá mótspyrnu sem rússnesku hersveitirnar máttu reikna með að mæta í Úkraínu. Hann er sagður hafa fengið lélegar og of bjartsýnar upplýsingar um hvernig innrásin myndi ganga fyrir sig.

Eftir því sem segir í annarri leyniskýrslu bandarískra leyniþjónustustofnana þá hefur þetta orðið til þess að Pútín treystir ekki ráðgjöfum sínum lengur og hefur djúp gjá myndast á milli hans og varnarmálaráðuneytisins.

Sergei Shoigu. Mynd:Kreml.ru

 

 

 

 

 

 

Kate Bedingfield, talskona Hvíta hússins, sagði að bandarísk stjórnvöld telji að ráðgjafar Pútíns hafi villt um fyrir honum um getu rússneska hersins og hvernig rússneska efnahagskerfið myndi lamast vegna refsiaðgerða Vesturlanda. „Þeir eru of hræddir til að segja honum sannleikann,“ sagði hún. Hún sagði að bandarísk stjórnvöld hafi ákveðið að opinbera þessar upplýsingar til að sýna „taktísk mistök“ Rússa í tengslum við innrásina.

Reuters hefur eftir heimildarmönnum innan varnarmálaráðuneytisins að einnig búi sú hugsun að baki birtingar skýrslunnar að flækja málin fyrir Pútín hvað varðar taktíkina í Úkraínu og að hræða rússneska ráðamenn.  „Þetta getur hugsanlega verið gagnlegt. Getur þetta skapað óeiningu hjá forystunni? Þetta getur orðið til þess að Pútín skipti um skoðun á hverjum hann getur treyst,“ er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni.

BBC segir að ráðamenn í Kreml hafi haft miklar áhyggjur af öllum þeim upplýsingum sem Bandaríkin og NATÓ  birtu í aðdraganda innrásarinnar. Grunur leiki á að njósnarar á vegum Vesturlanda starfi innan veggja Kremlar eða þá að samskipti rússneskra ráðamanna séu hleruð.

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, hefur lengi verið einn nánasti samstarfsmaður Pútíns og vinur en samband þeirra er sagt hafa versnað mikið vegna þess hversu illa rússneska innrásarhernum gengur í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna