fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Úkraínumenn eru sagðir eiga fleiri skriðdreka en nokkru sinni áður

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. mars 2022 19:30

Úkraínskur skriðdreki á ferð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá upphafi stríðsins í Úkraínu hafa Rússar misst 530 skriðdreka. Úkraínumenn hafa misst 74 en á móti hafa þeir náð 117 rússneskum skriðdrekum á sitt vald. Það er því ekki útilokað að Úkraínumenn eigi fleiri skriðdreka nú en þegar stríðið hófst.

Þetta kemur fram í umfjöllun Forbes sem byggist á upplýsingum sem er aflað með greiningu á ljósmyndum og myndböndum á samfélagsmiðlum. Tölurnar eru frá því fyrir helgi.

Netmiðillinn Nexta segir að Rússar hafi misst 530 skriðdreka frá upphafi innrásarinnar. Þetta þykir mikill fjöldi á fjórum vikum. En þrátt fyrir það er staðan ekki þannig að Rússar séu orðnir uppiskroppa með skriðdreka því þeir áttu rúmlega 10.000 áður en þeir réðust inn í Úkraínu.

En þegar tölurnar eru skoðaðar í samanburði við stríðsrekstur Sovétríkjanna í Afganistan þá sést að Rússar hafa misst marga skriðdreka því frá 1979 til 1989 misstu Sovétríkin 150 skriðdreka í Afganistan.

International Institute for Strategic Studies segir að úkraínski herinn eigi um 2.800 skriðdreka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti