Þetta kemur fram í umfjöllun Forbes sem byggist á upplýsingum sem er aflað með greiningu á ljósmyndum og myndböndum á samfélagsmiðlum. Tölurnar eru frá því fyrir helgi.
Netmiðillinn Nexta segir að Rússar hafi misst 530 skriðdreka frá upphafi innrásarinnar. Þetta þykir mikill fjöldi á fjórum vikum. En þrátt fyrir það er staðan ekki þannig að Rússar séu orðnir uppiskroppa með skriðdreka því þeir áttu rúmlega 10.000 áður en þeir réðust inn í Úkraínu.
Forbes: Ukrainian army now has 43 more tanks than at the beginning of the war
According to analysts, since the beginning of the war, #Russian army has lost 530 tanks, while the Armed Forces of #Ukraine have lost 74 of their own, but captured 117 enemy tanks. pic.twitter.com/RTlMc8mryf
— NEXTA (@nexta_tv) March 24, 2022
En þegar tölurnar eru skoðaðar í samanburði við stríðsrekstur Sovétríkjanna í Afganistan þá sést að Rússar hafa misst marga skriðdreka því frá 1979 til 1989 misstu Sovétríkin 150 skriðdreka í Afganistan.
International Institute for Strategic Studies segir að úkraínski herinn eigi um 2.800 skriðdreka.