fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Íslensk móðir talin hafa numið börn sín á brott frá Noregi í einkaflugvél

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. mars 2022 18:17

Einkaflugvélar á Reykjavíkurflugvelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk móðir er talin hafa numið þrjá syni sína á brott af heimili föður þeirra í norskum bæ og flutt þá með einkaflugvél til Íslands í gær. Faðir drengjanna, sem einnig er íslenskur, fer með forsjá barnanna  og má móðirinn eingöngu hitta börn sín í sólarhring á ári. Stundin greindi frá málinu.

Í frétt miðilsins kemur fram að drengirnir hafi verið búsettir í smábæ í suðurhluta Noregs en faðirinn hafi uppgötvað brotthvarf þeirra um klukkan fjögur í gær.

Fagnaði áfanganum í færslu á Facebook og birti myndir úr flugvélinni

Móðirin birti fyrir skömmu færslu á Facebook-síðu sinni þar sem að hún fagnaði 11 ára afmælisdegi elstu drengjanna, sem eru tvíburar, og sagði hann hafa verið óvenjulegan en loks séu drengirnir „heima.“

„Eftir langan undirbúning, vangaveltur og ráðfæringar við fagfólk þá var eina niðurstaðan að sækja skytturnar okkar. Langþráður dagur fyrir krakkana sem hafa ekki hist í næstum þrjú ár. Það er ótrúlegt að einhver reyni að réttlæta aðskilnað systkina, hvað þá aðskilnað barna frá foreldri sem hefur ekkert viljað nema eðlilega samveru barnanna við fjölskylduna og heilbrigt umhverfi fyrir þau að alast upp í. Slagurinn sem er framundan miðast að því að tryggja systkinunum gott líf og bjarta framtíð með þeim sem elska þau mest. Réttur strákanna til eðlilegrar umgengni við foreldra, réttur þeirra til áhyggjulausrar æsku og öruggs umhverfis hefur verið virtur að vettugi. Það hefur ekki verið hlustað á þá. Þeir vilja vera á Íslandi, þeir vilja fá að vera börn og þeir vilja eiga frjáls samskipti við sína nánustu, ekki undir eftirliti ókunnugs fólks,“ skrifaði móðirin í færslunni.

Þá birti hún myndir af fjölskyldunni í einkaþotunni á leið til Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Í gær

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“
Fréttir
Í gær

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“
Fréttir
Í gær

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“