fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fréttir

Téténskar hersveitir halda heim eftir mikið mannfall í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. mars 2022 08:00

Ramzan Kadyrov. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínsk yfirvöld segja að téténskar hersveitir hafi verið sendar aftur heim til Grosní, höfuðborgar Téténíu eftir að hafa fengið hörmulega útreið í stríðinu í Úkraínu. Téténsku hermennirnir höfðu verið sendir til Úkraínu til að berjast með rússneska innrásarliðinu og kannski ekki síst til að reyna að hafa sálfræðileg áhrif á úkraínsku varnarsveitirnar því þær téténsku eru orðlagðar fyrir grimmd og mikla bardagahæfni.

En eitthvað virðist þetta vera ofsögum sagt því hersveitir þeirra eru sagðar hafa orðið fyrir miklu mannfalli í bardögum við úkraínsku varnarsveitirnar og hafi misst mörg hundruð hermenn á fyrstu þremur vikum stríðsins.

Téténsku hermennirnir komu til Úkraínu fljótlega eftir að Rússar réðust inn í landið. Þremur dögum eftir að innrásin hófst féll Magomed Tushayev, hershöfðingi, þegar hersveitir þeirra reyndu að ná Gostomelflugvellinum á sitt vald. Úkraínska leyniþjónustan segir að nokkur hundruð téténskir hermenn hafi fallið í bardögum um flugvöllinn.

Myndir voru síðan birtar af því sem virtist vera stór herflutningalest téténskra hersveita norðan við Kyiv og myndband af loftárás á lestina. Fjöldi farartækja eyðilagðist í árásinni.

Ramzan Kadyrov, forseti Téténíu, hefur þvertekið fyrir að mikið mannfall hafi orðið hjá hersveitum hans. Á Telegram skrifaði hann að tveir hermenn hefðu fallið og sex særst.

Rétt er að hafa í huga að þær tölur sem stríðsaðilar setja fram um fjölda látinna og fallinna hafa ekki verið staðfestar af óháðum aðilum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði

Landsréttur staðfestir fangelsisdóm yfir Gabríel Aron fyrir hryllingsárásina í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt

Kópavogsbær neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð

Tilkynningar um svindlpósta í nafni Póstsins daglegt brauð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“

Ósáttur við sekt fyrir að leggja á móti umferð – „Þetta er svo bilaðslega hátt gjald“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja leyfa systkinaforgang í leikskólum – Samvera systkina dýrmæt upplifun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út

Sauð upp úr í ræktinni og einum vísað út