Eins og fór framhjá fæstum fór lauk prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær eftir harða baráttu undanfarnar vikur. Segja má að ekki hafi verið þverfótað fyrir auglýsingum frambjóðenda á samfélagsmiðlum og í raunheimum og eflaust afar margir sem eru fegnir því að símhringum frambjóðanda sé lokið í bili. Greinilegt er þó að margir hafa kostað miklu til með það markmið að leiðarljósi að komast í borgarstjórn.
Mesta athygli vakti þó hin langa bið eftir fyrstu tölum prófkjörsins. Sjálfstæðisflokkurinn hafði boðað fyrstu tölur upp úr kl.19.00 en þær bárust síðan ekki fyrr en um 2,5 klst. síðar.
Sjálfstæðisflokkurinn í borginni tveimur klst á eftir áætlun með fyrstu tölur. Þurfti að keyra með kjörkassana upp í Borgarnes í talningu?
— Snærós Sindradóttir (@SnaerosSindra) March 19, 2022
Þegar fyrstu tölur lágu fyrir voru flestir á því að íhaldsarmur Sjálfstæðisflokksins hefði sigrað og að Hildur Björnsdóttir gæti ekki verið ánægð með hversu naumur sigur hennar í raun var. Þá virtist ótrúlegur árangur nýliðans Helga Áss Grétarssonar fara illa ofan í Twitter-liða enda kannski ekki mikill samhljómur við skoðanir hans meðal þeirra sem hæst hafa á samfélagsmiðlinum.
Ef þetta endar svona þá er ljóst að það verður mjög íhaldssamt teik á skipulagsmál og samgöngumál hjá XD. Byggja ný hverfi á jöðrunum, bæta ljósastillingar og fjölga akreinum.
— Andrés Jónsson (@andresjons) March 19, 2022
Alveg ótrúlegt að Hildur hafi bara unnið með rúmlega 300 atkvæðum.
— Einar Guðnason (@EinarGudna) March 20, 2022
Hvað!? Þetta er martraðarkennd niðurstaða. Hvað er að þessum flokki eiginlega!? Hildur er fín, veit ekki um þessa Ragnhildi en þar á eftir koma þrjár risaeðlur, Brachiosaurus, Raptor og T-Rex.
Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni https://t.co/4uRmDsWz2F— Björgvin Þórhallsson (@bjorgvin66) March 20, 2022
Nú loksins skil ég meiningu þess þegar talað er um að einhver sé með „böggum Hildar”…
— Helgi Seljan (@helgiseljan) March 20, 2022
Ótrúleg niðurstaða hjá D í RVK. Hildur fær innan við 50% atkvæða í 1. sætið og er strax orðin sitting duck með 6 Miðflokksmenn af næstu 7 eftir sér á lista. Nema að D geti með einhverjum ótrúlegum hætti komist í meirihluta núna. D er að koma sér fyrir lengra á jaðrinum.😬
— Bjarni Þór Pétursson (@bjarnipeturs) March 20, 2022
Hildur er Will Ferrell í Old School allsber að öskra we’re going streaking en síðan kemur bókstaflega enginn með.
— Hllgrmr Odssn (@hallgrimuro) March 20, 2022
Sigurvegarar þessa prófkjörs eru Hildur Björnsdóttir og Gulla-vélin í Rvk. Mjög samstillt kosning neðar á listann.
— Andrés Jónsson (@andresjons) March 20, 2022
Ég get ekki ímyndað mér að Hildur þrauki kjörtímabilið ef listi Sjálfstæðisflokksins verður eins og fyrstu tölur gefa til kynna.
— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) March 19, 2022
Ósannfærandi fyrstu tölur fyrir Hildi og frjálslyndari D-arminn. Hildur-Alda-Kjartan-Marta. Four more years í minnihluta.
— Hllgrmr Odssn (@hallgrimuro) March 19, 2022
Jæja, skilaboðin eru skýr – borgarstjórnarflokkur XD mun ekki styðja við Borgarlínuna á næsta kjörtímabili. Ekki einu sinni smá.
Leyfi mér að þessu tilefni að deila aftur grein sem ég skrifaði í eigin prófkjörsbaráttu hjá XS um Borgarlinuna #meiriborghttps://t.co/pqQKIQ62U7
— BIRKIR BORGARSON (@bingibjarts) March 20, 2022
Kæru vinir í xD: Til hamingju með Ingó Veðurguð í baráttusætinu. https://t.co/1nMofgDoSz
— svansson (@svansson) March 20, 2022
Við skiptum yfir í beina útsendingu frá fyrsta fundi Hildar Björns með nýja borgarstjórnarflokki XD. pic.twitter.com/im1DvPFLiC
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) March 20, 2022