Góð samskipti, ráðgjafafyrirtæki almannatengilsins Andrésar Jónssonar, hefur birt nýjan lista yfir fjörutíu efnilega stjórnendur sem eru 40 ára og yngri, eða 40/40 listann svokallaða.
Þetta er í þriðja sinn sem listinn er tekinn saman en listana frá 2018 og 2020 má nálgast hér og hér.
Andrés deilir listanum á Medium þar sem hann segir: „Við veljum alltaf einungis fólk á listann sem hefur ekki verið á honum áður og gefum hann því út á tveggja ára fresti. Listinn er valinn eftir nokkur hundruð ábendingar um nöfn sem fengnar eru frá breiðum hópi fólks í atvinnulífinu.“
Meðal þeirra sem eru á listanum núna eru:
Sigríður Mogensen (36), sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins
Kári Steinn Karlsson (35), fjármálastjóri 66°Norður
Jón Skaftason (38), framkvæmdastjóri Strengs
Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir (37), markaðsstjóri Krónunnar
Hér má nálgast listann í heild sinni.
Eftir hádegið munu Góð samskipti síðan birta Vonarstjörnulistann svokallaða, en á honum eru ýmsir efnilegir einstaklingar sem fólk spáir að eigi eftir að láta enn meira að sér kveða í atvinnulífinu í framtíðinni.