fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Fréttir

Landsréttur þyngdi nauðgunardóm Ali – Lögreglan gekk á öskur konunnar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. mars 2022 21:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur þyngt nauðgunardóm yfir Ali Conteh um sex mánuði. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness dæmti Ali í tveggja ára fangelsi,  í apríl í fyrra.

Sjá einnig: Frambjóðandi Sósíalista í Kópavogi sakfelldur fyrir nauðgun – Lögreglan gekk á öskur konunnar

Nauðgunin átti sér stað 30. september 2018. Segir í ákærunni að maðurinn hafi „án samþykkis og með ofbeldi og ólögmætri nauðung, haft samræði og önnur kynferðismök við [brotaþola], en ákærði klæddi [brotaþola], sleikti kynfæri hennar og lagðist síðan ofan á hana og hafði við hana samræði þrátt fyrir að [brotaþoli] væri grátandi og segði honum að hún vildi þetta ekki.“ Þá var konan sögð ekki hafa getað spornað við verknaðinum sökum ölvunar, áhrifa fíkniefna og svefndrunga.

Var í framboði í sveitastjórnarkosningunum

Ali Conteh skipaði fjórtánda sæti á lista Sósíalista í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018. Á vefsíðu Sósíalistaflokksins er haft eftir honum: „Ég er fæddur sósíalisti í hjarta mínu og ég vil sjá jöfnuð og réttlæti í samfélaginu, þess vegna styð ég Sósíalistaflokkinn heilshugar.“

Um miðja nótt þann 30. september fékk lögregla tilkynningu frá konu um að vinkona hennar hefði hringt í sig og að hún teldi hana vera í haldi í íbúð. Konan gat notað forritið Snapchat til þess að staðsetja vinkonu sína gróflega og leiddi það lögreglu á staðinn, en bróðir konunnar sem hringdi á lögreglu var þá þegar kominn á staðinn.

Brotaþoli náði loks símasambandi við bróðirinn sem hefði beðið hana um að öskra. Er því lýst í dómnum hvernig lögregla hafi þá gengið á öskrin sem hafi komið úr anddyri hússins. Þegar lögregla fann loksins konuna, stóð hún vafin í handklæði klædd í skó. Við hlið hennar stóð Ali Conteh, ákærði í málinu, klæddur í náttslopp.

Ljóst er að mikið hefur gengið á þetta kvöld og vinkona brotaþola haft mikið fyrir því að finna vinkonu sína. Í dómsmálinu voru lögð fram gögn úr síma móður brotaþola og gefa samskiptin vísbendingu um hvernig atburðir æxluðust. Til viðbótar við fjölmörg „missed call“ sendi konan á móðurina: „Svaraðu,“ „Það er slökkt á símanum hennar,“ „Nennirðu plís að svara, við erum búin að hringja í lögregluna.“

Þá segir konan við móðurina klukkan hálf sex að morgni, „Fyrirgefðu að ég náði ekki að passa hana nógu vel,“ sem móðirin svarar með skilaboðunum: „Elskan mín, þetta er ekki þér að kenna.“

Rétt orðin átján ára gömul

Síðdegis næsta dag senda þær aftur skilaboð sín á milli: „Hæ elskan, við [brotaþoli] erum á neyðarmóttökunni núna. Hún er batteríslaus, en ég segi henni að hringja þegar hún kemst í hleðslu. Takk fyrir allt elskan mín, þú brást hárrétt við og ég get ekki þakkað þér, mömmu þinni og [bróður þínum] nægjanlega.“ Fram kemur í dómnum að brotaþoli hafi hringt í vinkonu sína og móður vinkonu hennar tekið símann. Móðirin lýsti því fyrir dómi að hún hafi heyrt brotaþola öskra, „það var hræðileg tilfinning,“ sagði konan.

„Ég er bara ánægð að hún er safe,“ „ætlar hún að kæra,“ spyr vinkonan svo. „Það hljómaði ekki þannig í nótt, en það ræðst á næstu dögum. Hún hljómaði eins og hún vorkenndi manninum.“

Í niðurstöðu dómsins segir að óumdeilt sé að Ali hafi hitt fórnarlamb sitt á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur þetta kvöld og haldið skömmu síðar á heimili mannsins. Ali viðurkenndi verknað sinn, en sagði að hann hafi verið með samþykki konunnar. Með vísan til þess sem að ofan var getið sló dómarinn því föstu að maðurinn væri sekur um nauðgun.

Við ákvörðun refsingar, segir í dómnum, var litið til þess að Ali hefði ekki gerst sekur um brot áður og að tvö ár liðu áður en ákæra var gefin út í málinu. Hins vegar er það honum til refsiþyngingar að konan var rétt orðin 18 ára þegar brotið var á henni. Maðurinn var því dæmdur í tveggja ára fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða konunni 1.600.000 króna í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Í gær

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“
Fréttir
Í gær

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“
Fréttir
Í gær

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“