fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Versta veðrið gengið yfir um sjöleytið – Spurningin hvort fólk eigi að fara í vinnu snýst aðallega um færð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 6. febrúar 2022 17:10

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Pjetur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið gildir rauð viðvörun vegna óveðurs í nótt fyrir höfuðborgarsvæðið og vesturland en appelsínugul viðvörun fyrir afganginn af landinu. Óvíst er um ferðaveður á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið en að sögn Haraldar Ólafssonar veðurfræðings snýst það spursmál fyrst og fremst um færð.

„Það er líklegt að það versta verði gengið yfir um sjöleytið,“ segir Haraldur og segir sérstakt hvað óveðrið taki stuttan tíma. „Hann verður mjög fljótur að ganga yfir, þetta versta er kannski bara milli klukkan 3 og 7 og það allra versta milli 4 og 6. Það eru verulegar líkur á að hann verði genginn yfir á höfuðborgarsvæðinu um sjöleytið.“

Það er því færðin sem getur komið í veg fyrir að fólk komist til vinnu, ekki óveður. Snjókoman heldur síðan áfram. „Já, þetta snýst fyrst og fremst um færðina. Svo fáum við þarna tvo daga með dálitlum gusum, það verða gusur með hvössum vindi, bara stormi, á mánudag og þriðjudag. Ég gæti trúað því að það komi töluverður snjór og það er tiltölulega mikill vindur í þessu svo það mun draga í skafla, og svo er vindáttin að sveiflast þannig að við fáum bæði suðaustan- og suðvestanáttar skafla, þannig að þetta verður dálítill fjölbreytileiki í þessu, hvar snjórinn sest,“ segir Haraldur.

Snýst um hvað menn eru duglegir að moka

Haraldur segir að snjómokstur ráði miklu um færðina næstu tvo daga. „Það er viðbúið að það verði slæm færð innanbæjar, að ég tali nú ekki um út úr borginni, en það verður auðvitað gott svigrúm til að moka inn á milli, þetta verða nokkrir éljabakkar sem sumir eru nokkuð öflugir, gætu enst í einn tvo klukkutíma.“

Hann segir snjókomuna í nótt munu standa nógu lengi yfir til að valda ófærð. „Það er mikill skriður á þessu kerfi og ekki víst að það snjói meira en í þrjá til fjóra tíma. Það er nokkurn veginn það sem þarf til að skapa ófærð.“

Annar hvellur á þriðjudagsnótt

„Ef við svo tökum vindinn, þá er mesti vindurinn í nótt, þá verður að jafnaði hvassast, en í þessari suðaustanátt sleppa mörg af eldri hverfum borgarinnar vel. En það verður afskaplega hvasst uppi í Norðlingaholti og Breiðholti,“ segir Haraldur en bendir jafnframt á að í eldri hverfunum í neðri byggðunum gæti veðrið orðið síst betra á þriðjudagsnótt en mánudagsnótt: „Ég held að íbúar í eldri hverfunum muni upplifa suðvestanstorminn sem kemur á þriðjudagsnótt sem jafnvel  enn verra veður. Þannig að menn eru ekkert sloppnir þó að ekkert fjúki í nótt, það verður önnur vindátt nóttina á eftir.“

Um framhaldið eftir þessa tvo illviðrisdaga sem eru framundan segir Haraldur að á miðvikudag snúist í norðanátt og frost sem endist í að minnsta kosti nokkra daga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Leitað að hinni fágætu Mirabel með geltandi dróna – Hugsanlegt að henni hafi verið stolið

Leitað að hinni fágætu Mirabel með geltandi dróna – Hugsanlegt að henni hafi verið stolið
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Aftur reynt að brjótast inn í hraðbankann á Völlunum – „Peningahólfið er mjög rammgert“

Aftur reynt að brjótast inn í hraðbankann á Völlunum – „Peningahólfið er mjög rammgert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvítt ryk hrellir bílaeigendur í nágrenni við niðurrifnu Íslandsbankabygginguna – „Bíllinn er allur þakinn“

Hvítt ryk hrellir bílaeigendur í nágrenni við niðurrifnu Íslandsbankabygginguna – „Bíllinn er allur þakinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvað gerðist á bak við tjöldin sem lét Biden hætta við

Hvað gerðist á bak við tjöldin sem lét Biden hætta við