fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fréttir

Nauðsynlegt að skima fyrir þunglyndi hjá íslenskum unglingum – Stelpur oftar þunglyndar en strákar

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. febrúar 2022 09:30

Mynd úr safni Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Örn Arnarson, prófessor emeritus við læknadeild Háskóla Íslands, segir að skima ætti fyrir þunglyndi á unglingastigi grunnskólanna og hjálpa ungmennum sem sýna einkenni að takast á við erfiðar hugsanir. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Læknablaðsins.

„Stigveldisaukning verður á geðlægð ungmenna í 9. bekk. Kynjamunurinn fer að koma fram en þunglyndi er helmingi algengara meðal stúlkna en drengja. Við 18 ára aldur er talið að um 15% ungmenna hafi lifað meiriháttar lotu geðlægðar,“ segir Eiríkur Örn en hann er ennfremur sérfræðingur í klínískri sálfræði.

Samkvæmt Eiríki er hægt að létta mjög á heilbrigðiskerfinu til lengri tíma með réttum forvörnum.

Eiríkur gerði rannsókn á árangri þess að skima 14-15 ára unglinga fyrir um áratug. Ungmenni með einkenni geðlægðar sátu þá námskeið þar sem þau lærðu meðal annars að snúa neikvæðu hugsanamynstri í jákvætt og árangurinn lét ekki á sér standa.

„Það kom í ljós við eftirfylgd ári eftir námskeiðið að þau sem sátu það ekki, samanburðarhópurinn, voru 5 sinnum líklegri til að hafa þróað með sér lotu geðlægðar á þessu eina ári en hin sem það sátu,“ segir Eiríkur

Hann bendir á mikilvægi forvarna og tekur sem dæmi af flúornotkun hjá tannlæknum og starfi Hjartaverndar. Það sé hins vegar ákveðið misrétti og ekki viðunandi að fólk geti ekki leitað eftir sálfræðiþjónustu á sama hátt og annarri heilbrigðisþjónustu.

Eiríkur hefur fundað með menntamálaráðherrum og heilbrigðisráðherrum um mikilvægi skimana og forvarna þegar kemur að þunglyndi ungmenna en hér á landi hefur ekki verið hefð fyrir forvörnum í þessum málum.

„Þunglyndi er svo algengt og hefur svo mikil áhrif á líf einstaklings og fjölskyldu hans, vini, atvinnurekendur og þjóðfélagið allt. Fyrir kófið var það spá Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar að þunglyndi muni valda næstmestri vanlíðan og óvinnufærni á heimsvísu árið 2030,“ segir Eiríkur.

Hér í nýjasta hefti Læknablaðsins má lesa alla greinina með viðtali við Eirík um þessi mál.

Greinin ber heitið Grípum ungmennin og snúum neikvæðu hugsanamynstri þeirra í jákvætt, – aðferð Eiríks Arnar Arnarsonar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel
Fréttir
Í gær

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“
Fréttir
Í gær

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi