fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Arnþór segir sig úr stjórn SÁÁ – „Stjórnarmenn hafa sagt á fundi að þeir vilji skjóta mig í hausinn“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 4. febrúar 2022 09:38

Arnþór Jónsson, stjórnarmaður SÁÁ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnþór Jónsson, stjórnarmaður SÁÁ og fyrrverandi formaður, hefur sagt sig úr stjórn samtakanna. Hann sendi tölvupóst þess efnis til 48 manna stjórnar samtakanna rétt í þessu. Framganga Arnþórs var kornið sem fyllti mælinn í gær hjá formannsframbjóðandanum Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur sem ákvað að draga framboð sitt til baka eftir að Arnþór krafði hana svara um meint vændiskaup Kára Stefánssonar, yfirmanns hennar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í kjölfar þess að Þóra Kristín dró framboð sitt tilbaka sakaði fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason, sem einnig er stjórnarmaður í SÁÁ, Arnþór um ofbeldishegðun.

Sjá einnig: Hvernig rætin kjaftasaga sprottin af pósti Eddu Falak varð til þess að Þóra Kristín og Kári hættu í SÁÁ

Reyndi að spyrja spurninga þó óþægilegar væru

Í afsagnarbréfi sínu til stjórnar fer Arnþór yfir atburðarás síðustu daga og kveðst hafa reynt að rækja skyldur sínar sem stjórnarmaður.

„Í því felst að fylgja eigin sannfæringu og spyrja spurninga – þótt þær séu óþægilegar. Í gær varð mér á að spyrja út í orðróm sem ég hafði heyrt, og er sterkur í samfélaginu. Í ljósi nýliðinna atburða taldi ég það skyldu mína að fá skýrt svar um að hann væri rangur, áður en gengið væri til formannskosninga. Taldi ég formannsefnið sama sinnis enda hafði hún áður farið mikinn í fjölmiðlum, ætlaði að stofna sannleiksnefnd og sagði m.a. í yfirlýsingu: „Nýkjörin stjórn þarf að setja sér siðareglur til að tryggja að það hafi sjálfkrafa í för með sér brottvísun úr öllum trúnaðarstöðum ef fólk innan samtakanna verður uppvíst að því að brjóta á veiku fólki eða misnota aðstöðu sína.“

Að mati Arnþórs þrífst ofbeldi í þrúgandi þögninni og að í hans huga hafi ekki verið hægt að fara í formannskosningar án þess að ávarpa þetta óþægilega mál og fá afgerandi svar.

„Taldi ég 48 manna stjórnina rétta vettvanginn til þess, enda höfðu áður komið fram ásakanir í fjölmiðlum um að stjórnarmenn hefðu vitað um vændiskaup fyrrverandi formanns en þagað yfir þeim. Að fylgjast með SÁÁ undanfarin misseri hefur verið eins og að horfa á bílslys spilað hægt. Sem stjórnarmaður hef ég fylgst með og reynt að grípa inn. Mér er það auðvitað löngu ljóst að skoðanir mínar eru óvinsælar en ég hef litið svo á að ég vinni fyrir SÁÁ – samtökin og sjúklingana – ekki stjórnina. Ég var kosinn til að vinna eftir minni sannfæringu og það hef ég gert.

Sakar stjórnarmenn um lygar og hótanir

Arnþór fer síðan yfir hvernig gagnrýni hans hafi verið kölluð ofbeldi og að hann hafi verið sakaður um að stjórna eftirliti Sjúkratrygginga Íslands, fjölmiðlaumræðu um SÁÁ og nú síðast sjálfri metoo-byltingunni.

„Stjórnarmenn hafa sagt á fundi að þeir vilji skjóta mig í hausinn. Þeir hafa logið upp á mig og fjölskyldu mína í blaðaviðtölum. Hingað til hef ég ekki nennt að svara þessu, en kannski er það tímabært: Ég stjórna ekki Sjúkratryggingum Íslands. Ég ber ekki ábyrgð á þeim vanda sem núverandi framkvæmdastjórn samtakanna er komin í. Ég veit ekkert um hvern Edda Falak er að tala í umræddu skjáskoti. Ég biðst afsökunar á að hafa sagt upphátt það sem aðrir voru að hvísla um sín á milli í samfélaginu.“

Arnþór bendir á að hann hafi unnið hjá SÁÁ í yfir 20 ár og gegnt formannsembættinu í sjö ár.

„Þegar ég lét af störfum höfðu samtökin aldrei staðið betur hvað varðar fjárhagslegt sjálfstæði, umgörð og aðbúnað. Það hefur gjörbreyst á stuttum tíma. Ég les í fjölmiðlum að Frosti Logason telur mig vera stærsta vandamál SÁÁ. Ef það er rétt hlýtur vandi SÁÁ að vera núna úr sögunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“