fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Aðgerðir lögreglu gegn Aðalsteini dæmdar ólöglegar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. febrúar 2022 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað að lögreglunni á Norðurlandi eystra hafi verið óheimilt að veita Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni Stundarinnar, réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja. Stundin greindi fyrst frá.

Eins og Aðalsteinn greindi frá í pistli á Stundinni um miðjan mánuðinn að hann hefði óskað eftir því að dómstólar myndi skera úr um hvort að lögreglunni væri heimilt að kalla sig til skýrslutöku sem sakborningi í málinu.

Sjá einnig: Jakob hneykslaður á greinargerð Páleyjar – „Kemst ekki hjá því að velta fyrir sér hvort annarleg sjónarmið liggi að baki“

Niðurstaða héraðsdóms er afdráttarlaus. Í úrskurðinum kemur fram að Aðalsteinn geti ekki, sem blaðamaður,  hafa brotið hegningarlög með því að móttaka eða sjá viðkvæm persónuleg gögn sem ekki varða almenning enda sé það einmitt þáttur í starfi blaðamanna að móttaka slík gögn og meta hvað eigi erindi í fjölmiðla og hvað ekki.

Ekki sjálfsögð né léttvæg ákvörðun

Þá er bent á það í úrskurðinum að það sé ekki sjálfsögð né léttvæg ákvörðun að hafa veitt Aðalsteini þá stöðu enda geti sú stað haft í för með sér ýmis óþægindi og skaðað orðspor hans. Þá kemur fram að svo hafi verið litið á að í vafatilvikum sé eðlilegt að maður fái fremur réttarstöðu sakbornings en vitnis en slík ákvörðun verður þó ekki tekin af léttúð.

Í dómnum er farið að ákveðin lágmarsskilyrði hafi þurft að vera fyrir hendi til að Aðalsteinn fengi réttarstöðu sakbornings.  Í fyrsta lagi þarf að vera fyrir hendi grunur um að refsivert brot hafi verið framið og í öðru lagi þarf sá sem fær réttarstöðu
sakbornings, í þessu tilviki Aðalsteinn, að vera grunaður um þann verknað.

Eins og DV greindi frá í lok síðustu viku snýst málið ekki um stuld á síma eða fréttaumfjöllun heldur miðlun klámefnis úr síma Páls Steingrímssonar og brot á friðhelgi hans.

Í dómnum kemur fram að ekki samkvæmt gögnum málsins virðist Páll ekki hafa leitað til lögreglu vegna þeirra persónulegu myndbanda né hafi hann lýst yfir áhyggjum af afdrifum þeirra. Fjölmiðlaumfjöllun upp úr samskiptum skæruliðadeildarinnar svokölluðu hafi átt fullkomlega rétt á sér og ekkert hafi verið fjallað um tilvist slíkra myndbanda né önnur persónuleg mál Páls.

Þá hafi ekkert komið fram sem gefur tilefni til að ætla að umrædd myndbönd eða aðrar persónulegar upplýsingar Páls hafi farið í dreifingu. Lögregla hafi ekki getið um neina aðra refsiverða háttsemi sem Aðalsteinn liggi undir grun um að hafa framið til að réttlæta þá ákvörðun að hann sæti rannsókn sem sakborningur. Aðgerðir lögreglu voru því úrskurðaðar ólögmætar en allar líkur eru á því að úrskurðinum verði áfrýjað til Landsréttar.

Í frétt Stundarinnar er haft eftir Gunnar Ingi Jóhannssyn, lögmanni Aðalsteins, að niðurstaða dómsins sé staðfesting á því sem lagt hafi verið til grundvallar þegar aðgerðir lögreglu voru kærðar. „Þetta er staðfesting á því að málatilbúnaður lögreglu á hendur blaðamönnum er reistur á sandi. Og jafnframt á þeirri afdráttarlausu réttarvernd sem blaðamenn njóta lögum samkvæmt. Sú vernd er virt. Fullyrðingar sem komið hafa fram, meðal annars frá ráðamönnum, um að eitthvað annað og meira búi að baki voru og eru tilhæfulausar. Þarna er það staðfest.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu