Að minnsta kosti 198 Úkraínumenn hafa fallið frá því að innrás Rússa hófst inn í landið samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisráðuneyti Úkraínu. Þar á meðal er 33 börn. Ekki er vitað hvort aðeins er um að ræða borgara eða hvort fallnir meðlimir hersins séu meðtaldir.
Í morgun héldu bardagar áfram í höfðustaðnum Kænugarði og borginni Sumy í norðausturhluta landsins. Háværar spreningar hafa heyrst í Kænugarði í allan morgun. Stjórnvöld í Tékklandi hafa tilkynnt um að þau muni senda stóra sendingu af vopnum til Úkraínu og hollensk stjórnvöld munu senda 200 loftvarnaeldflaugar.