fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Samfélagsmiðill Trump fer brösuglega af stað – Stofnaður til höfuðs Facebook og Twitter

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 21. febrúar 2022 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt samfélagsmiðlaapp, Truth Social hefur litið dagsins ljós, en heilinn að baki því er Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Truth Social kemur í kjölfar þess að Twitter, Facebook og YouTube bönnuðu Trump á síðum sínum eftir að hann birti hrósyrði um hópinn sem réðist á þinghús Bandaríkjanna í janúar í fyrra.

Trump hefur alltaf verið afar öflugur við að nýta sér samfélagsmiðla sem hafa verið hans sterkasti vettvangur til að koma skoðunum sínum á framfæri. Það var Trump því mikið áfall að vera útilokaður á öllum stærstu samfélagsmiðlunum og hófst forsetinn fyrrverandi handa við að láta hanna sinn eigin samfélagsmiðil. Stuðningsmenn Trump, og aðrir þeir sem telja sig verða fyrir fordómum vegna skoðana sinna, hafa beðið spenntir eftir appinu. Trump hefur ítrekað ásakað stóru samfélagsmiðlana um ritskoðun og sagt Truth Social vera hannað til að birta ,,sannleikann“.

Höfðað til hægrisins

Byrjunin hefur aftur á móti ekki lofað góðu því fjöldi notenda hefur ekki getað skráð sig inn. Þess í stað fá notendur villumeldingu og tilkynningu um að hafa verið settir á biðlista og hefur framleiðandi appsins, Trump Media & Technology Group, lofar uppfærslu hið fyrsta. Trump Media & Technology Group er í hópi þeirra tæknifyrirtækja sem reyna nú að ná fótfestu á samfélagsmiðlamarkaði með því að höfða til þeirra sem finnst að sér þrengt á hefðbundari miðlum vegna skoðana sinna, einna helst fólki lengst til hægri í stjórnmálum í Bandaríkjunum. Þótt nýju miðlarnar séu settir stóru samfélagsmiðlunum til höfuðs, er enginn hinna nýju nálægt því að ógna þeim.

Meðal þessara nýju samfélagsmiðla má nefna Gettr og Parler, sem augljóslega er stefnt er gegn Twitter, svo og myndbandasíðuna Rumble sem allar hreykja sér af því að ritskoða ekki efni notenda sinna. Á móti kemur að bæði Google og Apple eru með reglur sem verður að hlýða, annars hafna þau dreifingu á öppunum. Í fyrra fjarlægðu bæði fyrirtækin forritið Parler eftir að forsvarsmenn þess höfðu ekki tekið niður pósta sem bæði Google og Apple sögðu innihalda hótanir um ofbeldi og ólöglega hegðun.  Parler fór ekki aftur í dreifingu fyrr en forsvarsmenn höfðu fjarlægt póstana og fallist á skylirði dreifingaraðila um efni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fékk skilorð fyrir kynferðisbrot sem hann kallaði glens

Fékk skilorð fyrir kynferðisbrot sem hann kallaði glens
Fréttir
Í gær

Gagnrýna Íslandsbanka fyrir vaxtabreytinguna í dag – „Þetta er ógeðslegt, óboðlegt og til skammar“

Gagnrýna Íslandsbanka fyrir vaxtabreytinguna í dag – „Þetta er ógeðslegt, óboðlegt og til skammar“