fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Ólga á Dalvík: Kennarinn sagður umdeildur og því mótmælt að hún hafi flekklausan feril

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 20. febrúar 2022 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kennari sem fékk dæmdar 8 milljónir króna í skaðabætur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í vikunni fyrir brottrekstur frá Dalvíkurskóla í sumar, sem dómurinn taldi ólögmætan, er sagður eiga sér langa sögu kvartana og átaka við nemendur. Um er að ræða kvenkyns íþróttakennara. Sumum foreldrum skólabarna á Dalvík blöskrar að í texta dómsins og fréttatilkynningu Kennarasambands Íslands um málið segir að kennarinn hafi flekklausan feril.

Kennaranum var vikið frá störfum fyrir að löðrunga 13 ára stúlku í maí árið 2021. Stúlkan er sögð hafa óhlýðnast fyrirmælum hans og slegið konuna á undan. Foreldrar stúlkunnar gera alvarlegar athugasemdir við umfjöllun um málið, til dæmis umræður um dóttur hennar á samfélagsmiðlum þar sem dregin er upp mynd af henni sem forhertum vandræðagemlingi. Ennfremur gagnrýna þau Kennarasambandið fyrir að virða ekki persónuvernd þeirra en sambandið greindi frá því hvar atvikið hefði átt sér stað, en slíkar upplýsingar eru hreinsaðar úr dómi héraðsdóms. Fyrr í dag fjallaði DV um skrif hjónanna um málið og ræddi við þau:

Sjá einnig: Foreldrar stúlku sem lenti í átökum við kennara í Dalvíkurskóla stíga fram – „Dóttir okkar stimpluð sem forhertur vandræðagemlingur“

Hjónin segja að yfirlýsingar um flekklausan feril kennarans stangist á við frásagnir foreldra sem hafa leitað til þeirra og saka kennarann hunsun, einelti og ljót orð í garð nemenda.

Bergljót Snorradóttir átti áður börn í Dalvíkurskóla og segist hún hafa orðið mjög undrandi að lesa um flekklausan feril kennarans. Hún segist gera alvarlegar athugasemdir við þessa lýsingu og segist hafa komið þeim athugasemdum á framfæri við fræðsluyfirvöld á Dalvík. „Ég get staðfest að ég véfengi að hún sé með flekklausan feril og ég geri alvarlegar athugasemdir við þær fullyrðingar. Þar vísa ég til atviks varðandi mín börn fyrir 14 árum,“ segir Bergljót og segist reiðubúin að rekja það mál síðar, í augnablikinu vilji hún bíða viðbragða Dalvíkurbyggðar.

DV hafði samband við Gísla Bjarnason, sviðstjóra fræðslu- og menningarmála hjá Dalvíkurbyggð. Gísli sagðist ekki getað tjáð sig um einstök mál er vörðuðu skólastarfið og hafnaði því að láta hafa nokkuð annað eftir sér um málið.

Samkvæmt heimildum DV hlaut kennarinn ekki formlega áminningu eftir atvik er varðar börn Bergljótar fyrir 14 árum. Hugsanlega, en DV hefur ekki heimildir þar að lútandi, hefur kennarinn ekki verið áminntur þar til kom að átökunum við stúlkuna síðastliðið vor og telst því hafa flekklausan feril í lagalegum skilningi.

Mörgum foreldrum þykir það orðalag hins vegar draga upp skakka mynd af ferli kennara sem þau telja að hafa sýnt sínum börnum ámælisverða hegðun.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg