fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Þóra Arnórsdóttir: „Ég hef engin lög brotið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 16:41

Þóra Arnórsdóttir. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, segist lítið geta tjáð sig um sakamálarannsókn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna meints þjófnaðar á síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, og afritunar á gögnum úr honum.

Stundin og Kjarninn birtu ítarlegar fréttir í vor byggðar á gögnum þar sem Páll ásamt tveimur öðrum aðilum, tengdum Samherja, ræða um aðila sem þeir telja óvinveitta fyrirtækinu.

Fjórir blaðamenn, tveir á Kjarnanum, einn og Stundinni og einn á RÚV, þ.e. Þóra, hafa verið kölluð til yfirheyrslu vegna málsins og hafa réttarstöðu sakbornings.

Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni og Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum hafa tjáð sig um málið og furðað sig á tilburðum lögreglunnar. Segjast þeir vera sekir um að skrifa fréttir og segja fokið í flest skjól fyrir íslenska blaðamennsku ef slíkt varði við lög.

Það vekur sérstaka athygli að Þóra hafi stöðu sakbornings í málinu þar sem RÚV birti engar frumunnar fréttir upp úr umræddum gögnum. Aðalsteinn Kjartansson var hins vegar starfsmaður við Kveik og færði sig yfir á Stundina um það leyti sem þessir atburðir urðu.

„Ég fékk náttúrulega bara samskonar símtal þar sem mér er gefið að sök að hafa brotið gegn friðhelgi einkalífs og ég ætla ekki að tjá mig frekar um það, að öðru leyti en því að ég hef engin lög brotið. Svo mæti ég bara sallaróleg í þessa skýrslutöku.“

Aðspurð segir Þóra að ekki hafi verið útlistað fyrir henni hvað hún er nákvæmlega grunuð um fyrir utan að hafa brotið lög um friðhelgi einkalífs. Ekki hafi komið fram í hverju sá verknaður eigi að vera fólginn. Að sögn Þóru verður hún yfirheyrð á mánudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Leitað að hinni fágætu Mirabel með geltandi dróna – Hugsanlegt að henni hafi verið stolið

Leitað að hinni fágætu Mirabel með geltandi dróna – Hugsanlegt að henni hafi verið stolið
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Aftur reynt að brjótast inn í hraðbankann á Völlunum – „Peningahólfið er mjög rammgert“

Aftur reynt að brjótast inn í hraðbankann á Völlunum – „Peningahólfið er mjög rammgert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvítt ryk hrellir bílaeigendur í nágrenni við niðurrifnu Íslandsbankabygginguna – „Bíllinn er allur þakinn“

Hvítt ryk hrellir bílaeigendur í nágrenni við niðurrifnu Íslandsbankabygginguna – „Bíllinn er allur þakinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvað gerðist á bak við tjöldin sem lét Biden hætta við

Hvað gerðist á bak við tjöldin sem lét Biden hætta við