fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Leggjakönguló hefur sest hér að – Bítur ekki nema umbeðin og eitrið veldur aðeins léttvægum sviða

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 21:45

Leggjakönguló hefur sest að á Íslandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin fallega leggjakönguló (Pholcus phalangoides) var eitt sinn tilfallandi slæðingur með varningi hérlendis en hefur nú formlega sest hér að. Þetta kemur fram í nýrri færslu Facebook-síðunni Heimur smádýranna sem Erling Ólafsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, heldur utan um.

„Hún fannst fyrst í Reykjavík 1988 og svo fljótlega í auknum mæli upp frá því. Á endanum varð nokkuð ljóst að hún hefði náð að setjast hér að. Hér finnst leggjakönguló nú einkum á vörulagerum og í geymsluhúsnæði. Tegundin er algeng í nágrannalöndum okkar og heldur sig fyrst og fremst í húsakynnum allskonar, t.d. á háaloftum, í kjöllurum og geymslum og lendir auðveldlega í varningi til flutnings,“ skrifar Erling.

Hann segir að köngulóin leggjalanga veki sjaldnast mikla kátínu þeirra sem rekast á hana. Þó að hún geti bitið þá sé hún algjörlega meinlaus.

„Svo merkilegt er það að margar og langar lappir vekja gjarnan hroll! Köngulóin er meinlaus og hrekklaus. Hún bítur ekki nema umbeðin og veldur eitrið í versta falli léttvægum sviða í skamman tíma. Það sem mér finnst vont við hana þessa er hve strembið er að mynda hana með þeim græjum sem ég hef. Það er ákaflega erfitt að ná eftirsóttum fókus á þennan flækjufót. Bolurinn verður að vera í fókuspunkti en svo er það algjör tilviljun hvernig fæturnir leggjast í myndflötinn. Minnist þess ekki að hafa nokkurn tímann orðið heppinn með það!“ skrifar Erling.

Nánari upplýsingar um leggjakönguló er að finna á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“