fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fréttir

Gummi Kíró svarar fyrir sig: „Þetta eru ekki staðreyndir“ – „Þessar prósentutölur þýða ekki neitt“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 15:34

Myndin er samsett - Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Birkir Pálmason, kírópraktorinn landsþekkti sem gengur undir nafninu Gummi Kíró, hefur hótað Birni Hákoni Sveinssyni sjúkra- og styrktarþjálfara að hann muni tilkynna hann til Landlæknis ef að hann „taggar“ aftur fyrirtæki sitt, Kírópraktorstöð Reykjavíkur, í færslur sínar á Instagram.

Samskipti heilbrigðisstarfsmannanna hafa vakið talsverða athygli en DV fjallaði nánar um þau fyrr í dag. Forsaga málsins er sú að Björn Hákon, sjúkra- og styrkarþjálfari, heldur úti vinsælum Instagram-reikningi undir nafninu Sjúkrabjörn þar sem hann birtir margskonar fróðleik um æfingar, þjálfun og öllu sem því tengist.

Í vikunni fjallaði Björn Hákon um heimildahrúgun (e. Cititation Dump) sem í einfölduðu máli snýst um að færð eru rök fyrir einhverjum vafasömum fullyrðingum með því að vísa í allskonar heimildir eða rannsóknir máli sínu til stuðnings.

Björn Hákon tók færslu á Instagram-síðu Kírópraktorstöðvar Reykjavíkur sem dæmi um heimildahrúgun en í færslunni er sagt að fimm ástæður bakverkja séu eftirfarandi:

  • 20% krefjandi íþróttir
  • 20% röng líkamsbeiting
  • 20% of lítil hvíld
  • 20% stirðleiki
  • 20% þungar lyftingar

Sjúkraþjálfarinn sagði að þessar upplýsingar væru rugl og máli sínu til stuðnings benti hann á samantektarrannsókn þar sem niðurstöður 25 rannsókna voru dregin saman. Þá væru fimm helstu þættir sem geta spáð fyrir um hvort einstaklingur upplifi bakverki um ævina eftirfarandi:

  • Hærri almennur sársaukastuðull
  • Hærri líkamsþyngd
  • Þungur burður í vinnu
  • Erfið vinnuaðstaða
  • Þunglyndi

Lesa meira: Gummi Kíró sakaður um að dreifa falsupplýsingum – Skýtur til baka og hótar tilkynningu til Landlæknis

Segir listann eingöngu vera til viðmiðunar

Gummi Kíró hafði samband við DV eftir að fréttin birtist en hann vill meina að Björn Hákon hafi tekið færsluna úr samhengi. „Þessi strákur, sem er þá sjúkraþjálfari, hann í raun og veru tekur þetta „content“ algjörlega úr samhengi,“ segir hann í samtali við blaðamann.

„Það sem um ræðir er þessi mynd þar sem stendur 5 ástæður fyrir bakverkjum og þar er ég að „lista“ nokkra hluti sem geta verið undirliggjandi ástæður fyrir bakverkjum seinna á ævinni en neðst á myndinni geri ég svona upphrópunarmerki og skrifa: „Athugið að listinn hér að ofan tekur ekki fram allar þær ástæður sem geta valdið bakverkjum. Listinn er eingöngu til viðmiðunar“. Hann tekur það ekki fram í sinni umfjöllun.“

Skjáskot af færslunni sem um ræðir – Mynd/Instagram

Gummi segir að hann sé ekki að birta falsupplýsingar í færslunni. „Hann ætti í raun og veru ekki að vera að taka þetta úr samhengi og koma því fram eins og ég sé að birta falsfréttir – af því ég er náttúrulega alls ekki að gera það. Það kemur fram á myndinni að þessi listi er algjörlega til viðmiðunar.“

Hér má betur sjá fyrirvarann í færslunni – Mynd/Instagram

„Ég er ekki að birta einhverjar staðreyndir sem eru byggðar á rannsóknum“

Ljóst er að færsla Gumma var ekki byggð á staðreyndum, svo segir hann sjálfur í samtali við blaðamann. Þá segir hann að prósentutölurnar í færslunni „þýði ekki neitt“ og að fólk með vott af rökhugsun fyrir því sem er rétt og rangt ætti að sjá það.

Afrit af samtali Gumma Kíró og blaðamanns má lesa hér fyrir neðan:

Gummi: „Þetta eru ekki staðreyndir, ég er ekki að birta einhverjar staðreyndir sem eru byggðar á rannsóknum.“

Blaðamaður: „Er þetta ekki byggt á rannsóknum?“

G: „Nei, það stendur undir myndinni að þessi listi, þetta eru nokkrar ástæður fyrir því að þú getir fengið bakverki seinna á ævinni, þessi listi er bara viðmið, þessi listi eingöngu til viðmiðunar. Það stendur á myndinni en hann tekur það ekki fram í sinni umfjöllun og þess vegna var ég að gagnrýna þessa umfjöllun. Fréttin á DV er því líka að taka þetta úr samhengi.“

B: „Hann vísar samt í rannsóknir og segir að 5 helstu þættirnir séu aðrir en þeir sem nefndir eru í þessari færslu hjá Kírópraktorstöðinni.“

G: „Já en það má segja það að hann tekur fram einhverja eina rannsókn-“

B: „Niðurstöður 25 rannsókna.“

G: „Já hann tekur fram þessa rannsókn sem er þá um þessar 25 rannsóknir og þar á meðal kemur fram eins og reykingar og eitthvað svona sem maður tengir frekar við lífstílsóvana, skilurðu? Ég er ekki að gagnrýna neitt sem hann er að segja en hann tekur í rauninni bara það sem ég er að sýna úr samhengi. Þetta hefur ekkert með einhverjar rannsóknir að gera, ég er bara að segja að þetta eru viðmið sem er gott að fylgja og þessar prósentutölur þýða ekki neitt, það er ekki eins og það séu 20% og 20%, ef maður hefur eitthvað svona pínu „sense“ fyrir því sem er rétt og rangt þá veit náttúrulega fólk að þetta er ekki 100% rannsakað og sýnt fram.“

B: „Ég held að það sem hann er að gagnrýna sé að það komi út eins og það sé einmitt þannig.“

G: „Já, þess vegna setti ég upphrópunarmerki og texta undir myndina og segi að þetta eru algjörlega viðmið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Rússar verða að nota hlaupahjól á vígvellinum – Eiga fá brynvarin ökutæki eftir

Rússar verða að nota hlaupahjól á vígvellinum – Eiga fá brynvarin ökutæki eftir
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Danir breyta skjaldarmerkinu í skugga orða Trump

Danir breyta skjaldarmerkinu í skugga orða Trump
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kviknaði í Mercedes-Benz jeppa fyrir utan Fjörð

Kviknaði í Mercedes-Benz jeppa fyrir utan Fjörð
Fréttir
Í gær

Skúli sakar Isavia um sjálfsupphafningu og yfirklór – Skorar á forstjórann að koma úr felum

Skúli sakar Isavia um sjálfsupphafningu og yfirklór – Skorar á forstjórann að koma úr felum