fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Fréttir

Viðbjóðsleg skilaboð máluð á glugga í Breiðholti – „Farðu til fjandans helvítis útlendingaskíturinn þinn“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 15. febrúar 2022 15:53

Skilaboðin voru máluð á húsið bakvið þennan kjarna í Fellahverfinu - Skjáskot/Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðbjóðsleg skilaboð sem skrifuð hafa verið á glugga í Fellahverfinu hafa vakið athygli íbúa hverfisins. „Farðu til fjandans helvítis útlendingaskíturinn þinn,“ stendur stórum stöfum á húsinu bakvið verslunina Mini Market, þar sem Gamla bakaríið var áður til húsa.

DV ræddi við íbúa í hverfinu um málið. Sonur íbúans hafði orðið var við skilaboðin á glugganum og ákvað að smella af mynd til að vekja athygli á viðbjóðnum. „Honum fannst þetta ógeðslegt,“  segir íbúinn í samtali við blaðamann. „Ég veit ekki hvenær þetta kom upp, það er bara ógeðslegt að gera svona.“

Í Facebook-hópnum Íbúasamtökin betra Breiðholt var í dag birt mynd af glugganum sem um ræðir. „Hvað er í gangi?“ spyr íbúinn sem deildi myndinni og í athugasemdunum furðar fólk sig á þessu sömuleiðis. „Þetta er bara bilun,“ segir til dæmis einn íbúi í athugasemd við myndina.

„Íslendingar eru svo góðhjartaðir. Bjóða alla velkomna með opinn faðminn,“ segir svo annar íbúi í kaldhæðni.

Mynd/Aðsend
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Kirkjunni barst óvæntur 50 milljóna króna arfur – „Mjög fal­leg og hlý til­hugs­un að fólki þyki svona vænt um kirkj­una“

Kirkjunni barst óvæntur 50 milljóna króna arfur – „Mjög fal­leg og hlý til­hugs­un að fólki þyki svona vænt um kirkj­una“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Afkastamiklir hnuplarar – Stálu fyrir 700 milljónir

Afkastamiklir hnuplarar – Stálu fyrir 700 milljónir
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Flugliði á rétt á bótum eftir að Icelandair lét hana renna sér niður hættulega neyðarrennu – Fimm slösuðust á skömmum tíma

Flugliði á rétt á bótum eftir að Icelandair lét hana renna sér niður hættulega neyðarrennu – Fimm slösuðust á skömmum tíma
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Skellur fyrir íþróttastarfsemina í Hafnarfirði og margt óljóst og umdeilanlegt- „Svo vægt sé til orða tekið“ 

Skellur fyrir íþróttastarfsemina í Hafnarfirði og margt óljóst og umdeilanlegt- „Svo vægt sé til orða tekið“ 
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Frans páfi greinir frá misheppnuðu banatilræði í fyrsta sinn

Frans páfi greinir frá misheppnuðu banatilræði í fyrsta sinn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Áramótabrennuvargur þarf að greiða svimandi háar skaðabætur – „Þau eru eins og hann, hluti af okkur“

Áramótabrennuvargur þarf að greiða svimandi háar skaðabætur – „Þau eru eins og hann, hluti af okkur“