fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Myndband af hápunkti nágrannaerja á Íslandi – Hreggviður keyrður niður – „Hann reyndi að drepa mig“

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 12. febrúar 2022 10:49

Skjáskot úr öryggismyndavél

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 21. desember 2017 má segja að hápunktur verstu nágrannaerja Íslandssögunnar hafi átt sér stað. Í um áratug höfðu ábúendur á Langholti 2 í Flóahreppi, Fríður Sólveig Hannesdóttir og Ragnar Valur Björgvinsson deilt við nágranna sinn Hreggvið Hermannsson, ábúanda í Langholti 1b.

Margvíslegar skærur hafa átt sér stað í gegnum árin en aldrei eins alvarlegar og áðurnefndan dag. Þá brast eitthvað innra með Ragnari Vali og hann keyrði Hreggvið niður á bíl sínum og mátti litlu muna að banaslys yrði. Myndband af árásinni má sjá hér fyrir neðan en það hefur aldrei verið gert opinbert þar til nú.

Sex mánaða skilorðsbundið fangelsi

DV hefur í gegnum tíðina fjallað ítarlega um málið. Fyrst með viðtali við Hreggvið í kjölfar árásinnar í janúar 2018 og síðan hvernig málið þokaðist í gegnum réttarkerfið.

Hreggviður var enn blár og marinn tæpum þremur vikum eftir árásina

Sjá einnig: Nágrannaerjurnar urðu að áhugamáli:„Fjöldinn er fljótur að snúast á sveif með sigurvegaranum. Ég finn strax fyrir því“

Nú, rúmum fjórum árum síðar, hefur DV loks fengið afrit af myndbandi úr öryggismyndavélinni sem að varð til þess Ragnar Valur var sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi með dómi Landsréttar í janúar í fyrra. Þá var hann dæmdur til að greiða sakarkostnað upp á rúmlega 1,3 milljónir króna.

Eitt þeirra atriða sem deilt hefur verið um snýst um eina af tveimur innkeyrslum að heimili Fríðar og Ragnars Vals. Önnur þeirra lá í gegnum skika sem að Hreggviður var sannfærður um að væri í sinni eiga sem var síðar staðfest af dómstólum. Hreggviður lokaði innkeyrslunni með vír eða bandi í mörg hundruð skipti en hjónin skáru jafnharðan á hindrunina og iðulega með hjálp lögreglu. Hreggviður lokaði þá innkeyrslunni tafarlaust aftur.

Hreggviður hefur í fullyrt að samkvæmti bókhaldi hans hafi Lögreglan á Suðurlandi í rúm fjögur hundruð skipti haft afskipti af honum vegna deilnanna og rekur þá staðreynd til þess að dóttir hjónanna var starfsmaður embættisins. Lögreglan hafi einfaldlega tekið afstöðu með öðrum deiluaðilanum sem meðal annars hafi orðið til þess að mál gegn honum flugu í gegnum kerfið en mál sem hann höfðaði, þar á meðal kæra vegna líkamsárásinnar sem fréttin fjallar um, hafi dagað uppi eða ferðast á snigilshraða í gegnum réttarkerfið.

„Hann reyndi að drepa mig“

Myndbandið sýnir atburðarás sem Hreggviður lýsti á þessa leið við DV árið 2018. „Ég var að vinna inni í skúr á minni landareign og sá þá að þau hjónin voru að koma að vírgirðingu sem aðskilur landareignirnar. Þau hafa þann sið að eyðileggja girðinguna og taka hana með sér og það var akkúrat það sem gerðist þarna. Fríður tók vírgirðinguna og dró hana með sér heim að bænum,“ sagði Hreggviður í samtali við DV á sínum tíma.

Umrædd vírgirðing sem var skemmd og endurreist ítrekað

Þetta sést glöggt á myndbandinu en Hreggviður var með hamar í hönd við vinnu sína og gekk á eftir Fríði, að eigin sögn til að koma í veg fyrir skemmdarverkið. „Ég var á eftir henni og var að reyna að stíga á vírspottann. Ragnar reyndi þá að keyra í veg fyrir mig en ég komst fram fyrir hann,“ segir Hreggviður. Skyndilega hafi þá Ragnar keyrt á eftir honum og fann Hreggviður að hann var að lenda undir bifreiðinni.

„Hann reyndi að keyra mig niður en ég stökk þá upp á húddið til að bjarga mér. Ég reyndi að halda mér þar með annarri hendi en á meðan keyrði Ragnar hring á lóðinni og meðal annars í gegnum limgerði,“ segir Hreggviður. Hann missti loks takið, valt yfir húddið og féll til jarðar.

Fyrir héraðsdómi krafðist Ragnar Valur sýknu á sínum tíma en hann sagði Hreggvið hafa dúndrað á fullu með gegnheilum járnhamri á vélarhlíf bíls hans og síðan í framrúðuna. Hann hefði jafnframt hlaupið samsíða bílnum og hent sér upp á húddið í því skyni að ná til Ragnars Vals og „stúta honum“, eins og Ragnar Valur vitnaði í héraðsdómi.

Myndband af árásinni:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður