fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Kerfið átti engin svör fyrir Steindór – Tók eigið líf 32 ára gamall eftir sára þrautagöngu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 12. febrúar 2022 17:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Munið að á bak við hvern fíkil er manneskja, manneskja sem fæddist eins og ég og þú með drauma og markmið eins og flestir. Og á bak við hverja manneskju er fjölskylda, og stórfjölskyldan. Þetta er ekki bara ein manneskja, heldur þúsundir sem eru skildir eftir með sorgina, og að vinna með hana er oft jafn erfitt og fyrir þessa „fíkla“ (eða manneskjur) að losna undan fíkn!,“ segir Daníel Örn Sigurðsson sem minnist með harmi bróður síns í dag en hann lést langt fyrir aldur fram. Steindór Smári Sveinsson tók eigið líf árið 2018, aðeins 32 ára gamall, eftir erfiða baráttu við fíkn og geðrænan vanda.

Daníel segir kerfið hafa brugðist bróður hans, meginmeinsemdin hafi verið fullkomin skortur á samtvinnun geðræns vanda og fíknivanda. Í pistli sem Daníel birti á Facebook-síðu sinni í dag segir hann um þetta:

„Á meðan hann fékk aðstoð við fíkninni var geðveikin að stappast í hausnum á honum og öfugt. Hann kom að lokuðum dyrum, var hent út af geðdeild í sífellu, vegna þess að hann var ekki í sjálfskaða hættu á þeim tíma… en hvað gerist þegar honum er hent út, vegna þess að hans ástand er ekki critcal? Hans ástand verður critical því hann er ekki að fá þá aðstoð sem hann þarfnast.“

Daníel segir að þó að Steindór hafi verið djúpt sokkinn í fíkn hafi hann aldrei stolið frá vinum eða ættingjum og segir DV þessa sögu sem dæmi um það:

„Einu sinni bjó hann hjá sameiginlegri vinkonu okkar í nokkra mánuði gegn því að hann yrði þurr. Það gekk ekki eftir og hann þurfti að flytja út. En eftir að hann var fluttur út veitti hún því ahygli að peningakrukkan sem hún safnaði í (fleiri hundruð þúsund) og öll lyfin sem hún hafði uppáskrifuð vegna kvíða og þess háttar, allt stóð þetta óhreyft! Ekkert horfið því hann stal ekki af vinum og ættingjum.“

Daníel telur afar brýnt að við  vöknum til vitundar um vanda þeirra sem stríða bæði við geðrænan vanda og fíkn og þess vegna minnist hans bróður sín með sláandi hætti, er hann ritar:

„Ég veit ekki mikið en ég veit að þetta kerfi á Íslandi er handónýtt! Bróðir minn hengdi sig 2018… 32 ára. Maður sem stal aldrei frá vinum og fjölskyldu. Sprautufíkill til 10 ára, var alltaf vell til fara, vel tenntur, snyrtilegur. Hann stal úr búðum til að verða sér til matar, því hann bjó á götunni því hann var það vel gefinn að hann vildi ekki valda okkur trafala.

Árið sem hann dó kom hann til mín uppgefinn á líkama og sál, skíthræddur og með ekka, því hann grét svo sárt. Ég gleymi þessu aldrei. Eftir hans dauða fékk ég að vita af fólki sem hafði verið með honum á geðdeild, að það sem hann óskaði mest af öllu að vera eins og stóri bróðir sinn (ég). Þetta braut hjarta mitt.“

Daníel segir í samtali við DV að móðir sín hafi aldrei jafnað sig á hörmulegum dauða Steindórs:

„Mamma lést síðan þremur árum og einni viku seinna eða 20.06.21 og hún náði sér aldrei eftir hans fráfall. Varð aldrei söm.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna