fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Skotárás í Grafarholti – Karlmaður á þrítugsaldri í haldi lögreglu

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 10. febrúar 2022 11:14

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu eftir að tilkynnt var um skotárás í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Skotið var á karl og konu sem voru stödd utandyra í hverfinu. Þau voru flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra, en eru ekki í lífshættu. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins og var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til, en hún handtók fyrrnefndan karlmann í aðgerð við Miklubraut í morgun sem Fréttablaðið greindi frá.

Viðbúið er að mál sem þetta valdi óhug hjá fólki, en lögreglan vill taka fram að hún telur engu að síður að almenningi sé ekki hætta búin vegna þessa. Heldur að hér sé um að ræða einstakt mál.

Engar frekari upplýsingar um málið er hægt að veita að svo stöddu, en búast má við fréttatilkynningu frá lögreglu síðar í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband