Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Katherine að forsendur skorti til að alhæfa um áhrif breytinga á umhverfi á fiskistofna.
ROCS, er rannsóknarsetur Margrétar Danadrottningar og Vigdísar Finnbogadóttur um haf, loftslag og samfélag. Nýtur ROCS stuðnings íslenska ríkisins, Rannís og Carlsberg-sjóðsins.
Meðal þess sem ROCS hefur unnið að eru rannsóknir á borkjarnasýnum, sem voru tekin í fyrra á Reykjanesgrunni.
Fréttablaðið hefur eftir Katherine að umbreytingaskeið sé að eiga sér stað í hafinu umhverfis landið. Hún sagði að líkön sýni að þörungum muni fækka eða að frumuframleiðsla í sjónum muni minnka.