fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Fréttir

Telur að þorskstofninn geti verið í hættu vegna loftslagsbreytinganna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. desember 2022 08:00

Þorskurinn gæti verið í hættu. Mynd Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar rannsóknir benda til að áður óþekktar breytingar séu að eiga sér stað í hafinu umhverfis landið. Katherine Richardson, prófessor í haffræði við Kaupmannarhafnarháskóla og stjórnandi ROCS, segist telja að búast megi við breytingum á fiskistofnunum við landið vegna þess. Tegundum geti fækkað. Þetta geti til dæmist haft áhrif á þorsk sem vill vera í köldu vatni en um leið muni tegundum, sem vilja vera í hlýrra vatni, fjölga. Til dæmis makríl eða sardínum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Katherine að forsendur skorti til að alhæfa um áhrif breytinga á umhverfi á fiskistofna.

ROCS, er rannsóknarsetur Margrétar Danadrottningar og Vigdísar Finnbogadóttur um haf, loftslag og samfélag. Nýtur ROCS stuðnings íslenska ríkisins, Rannís og Carlsberg-sjóðsins.

Meðal þess sem ROCS hefur unnið að eru rannsóknir á borkjarnasýnum, sem voru tekin í fyrra á Reykjanesgrunni.

Fréttablaðið hefur eftir Katherine að umbreytingaskeið sé að eiga sér stað í hafinu umhverfis landið. Hún sagði að líkön sýni að þörungum muni fækka eða að frumuframleiðsla í sjónum muni minnka.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Dagur svekktur og játar sig sigraðan: „Ég skil ekki hvernig þetta kerfi virkar“

Dagur svekktur og játar sig sigraðan: „Ég skil ekki hvernig þetta kerfi virkar“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Halldór Armand fékk ekki krónu í listamannalaun og birtir epíska mynd

Halldór Armand fékk ekki krónu í listamannalaun og birtir epíska mynd
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Bergur Felixson er látinn

Bergur Felixson er látinn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Pútín hækkar „ónothæfan“ hershöfðingja í tign

Pútín hækkar „ónothæfan“ hershöfðingja í tign
Fréttir
Í gær

Þorgerður segir að Kristrún eigi að fá umboðið

Þorgerður segir að Kristrún eigi að fá umboðið
Fréttir
Í gær

Joe Biden harðlega gagnrýndur eftir að hann náðaði son sinn

Joe Biden harðlega gagnrýndur eftir að hann náðaði son sinn