fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Leigufélagið Alma harmar stöðuna – Gunnar Smári hvetur til sniðgöngu á vörum annarra fyrirtækja í eigu sömu aðila

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. desember 2022 19:01

Gunnar Smári Egilsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leigufélagið Alma íbúðafélag hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem staðan sem upp er komin, varðandi hækkanir fyrirtækisins á húsaleigu viðskiptavina, er hörmuð. Fyrirtækið muni þó ekki tjá sig um einstaka mál en sú sem hefur verið til umfjöllunar í vikunni.

Segjast nauðbeygð til að hækka leiguverð

Segja má að allt hafi orðið vitlaust í þjóðfélaginu í kjölfar fréttar af því að húsaleiga Brynju Bjarnadóttur, sem er öryrki, hafi hækkað úr 250 þúsund krónum á mánuði og upp í 325 þúsund krónur með einu pennastriki.

Hefur leigufélagið upskorið mikla gagnrýni en farið undan í flæmingi þegar svara hefur verið krafist. Hefur framkvæmdastjóri félagsins, Ingólfur Árni Gunnarsson, meðal annars neitað að veita viðtöl vegna málsins og þess í stað kosið að senda frá sér áðurnefnda yfirlýsingu.

Í henni kemur fram að félagið hafi á undanförnum  árum reynt að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna meðal annars með því að fresta fyrirhuguðum verðhækkunum og bjóða upp á dreifingu á leigu þegar kórónuveirufaraldurinn gekk yfir.

„Um mitt ár, þegar aukin óvissa var í efnahagslífinu, bauð félagið áframhaldandi leigusamninga á óbreyttum kjörum sem flestir viðskiptavina þáðu. Almennt reynir Alma að sýna viðskiptavinum sínum sveigjanleika ef aðstæður breytast, þó það takist ekki alltaf,“ segir í yfirlýsingunni.

Er því haldið fram að í ljósi núverandi efnahagsástands sé Alma nauðbeygt til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út.

Dæmið um Brynju endurspegli ekki aðrar hækkanir

„Alma mun eftir fremsta megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þess ber þó að halda til haga að sú hækkun sem fjölmiðlar hafa fjallað um endurspeglar ekki almennt þær verðhækkanir sem Alma hefur þurft að ráðast í. Leiguverð íbúða og hækkanir miðast við stærð, staðsetningu og ástand, óháð því hver leigir þær.“

Þá gefi hagnaður félagsins árið 2021, rúmir 12 milljarðar krónar, ekki rétta stöðu mynd af rekstri félagsins. Hann sé að mestu  leyti tilkominn vegna matsbreytinga á eignum og hækkun verðbréfa í skráðu félögunum Reitum, Regin og Eik, sem Alma á hlut í auk annars reksturs.

Hvetja til sniðgöngu

Ólíklegt er að þessar skýringar fyrirtækisins muni sefa reiðina sem blossað hefur upp. Í viðtali við RÚV var Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, harðorður í garð leigufélagsins. Leigjendur þess hafi engar skýringar fengið á boðuðum hækkunum og fyrirspurnum sé ekki svarað. „Það virðist sem leigufélagið Alma sé með því allra versta sem við sjáum á leigumarkaði af því það er mjög oft leigjendur frá Ölmu sem hafa samband og segja okkur frá hækkunum og stirðum samskiptum við félagið.“

Alma íbúðafélag er í eigu  Langasjávar ehf, sem bræðurnir Gunnar Þór og Eggert Gíslasynir eiga með systkinum sínum Guðnýju Eddu og Halldóri Páli. Langisjór á til að mynda  fyrirtæki sem framleiða matvöru undir merkjum Ali, Matfugls, Matfugls, Freyju, og Salathússins.

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, hefur til að mynda skrifað harðorðan póst þar sem hann hvetur fólk til að sniðganga vörur umræddra fyrirtækja. Sá póstur hefur fallið vel í kramið og hefur verið dreift víða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin