Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.
Vísir skýrði frá því í gær að hagnaður Ölmu hafi verið 12,4 milljarðar á síðasta ári.
Á heimasíðu Ölmu kemur fram að félagið eigi tæplega 1.100 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Segir að hlutverk félagsins sé að fjárfesta í íbúðum, reka þær og leigja þær út til einstaklinga. „Stefna Ölmu er að bjóða viðskiptavinum sínum upp á öruggt og vandað leiguhúsnæði, hátt þjónustustig og sveigjanleika, í því skyni að gera leigumarkaðinn á Íslandi faglegri, fjölskylduvænni og traustari,“ segir einnig á heimasíðunni.
„Ég var nú búin að sætta mig við að geta ekki haldið jól vegna peningaleysis, en ég bjóst ekki við að ég færi á götuna líka,“ sagði Brynja í samtali við Fréttablaðið en hún er 65 ára sjúklingur og öryrki.
Breki sagðist ekki geta tjáð sig um mál Ölmu þar sem Neytendasamtökin hafi ekki skoðað fyrirtækið sérstaklega. Hann sagði að það séu ekki bara hækkanir sem samtökin eru að skoða, það séu einnig ýmis gjöld sem leigufélög leggja á leigjendur, gjöld sem eru ekki í samræmi við lög.
Hann sagði dæmi vera um að hótað hafi verið að rifta leigusamningi vegna upploginna vanefnda og að kostnaði vegna almenns viðhalds hafi verið velt yfir á leigjendur. „Leigusali getur ekki sektað leigutaka en það hefur verið reynt hjá stórum leigufélögum,“ sagði Breki einnig og bætti við: „Ég er mjög hugsi yfir því að okkur berast vísbendingar um að æ fleiri leiti nú í skyndilán, yfirdrátt, smálán eða fresti greiðslum.“