Þetta er mat breska varnarmálaráðuneytisins en það birtir daglegar stöðuskýrslur um gang stríðsins.
Bretarnir reikna einnig með að þetta muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir rússneska herforingja, þeim verði kennt um þetta.
Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine – 06 December 2022
Find out more about the UK government's response: https://t.co/H99TeeDMlA
🇺🇦 #StandWithUkraine 🇺🇦 pic.twitter.com/qU1yDl91Au
— Ministry of Defence 🇬🇧 (@DefenceHQ) December 6, 2022
Úkraínumenn hafa ekki lýst yfir ábyrgð á hendur sér á sprengingunum en hafa hins vegar gefið sterklega í skyn að þeir hafi verið að verki og velkjast væntanlega fæstir í vafa um að svo var.
Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við TV2 að það sé mjög athyglisvert ef Úkraínumenn hafi ráðist á rússneska flugvelli með drónum.
Fyrir það fyrsta þýði það að Úkraínumenn hafi vopn sem dragi svona langt, einn herflugvöllurinn er um 600 km frá úkraínsku landamærunum. Hitt sé að það sé mjög athyglisvert að rússneskar loftvarnir séu svo lélegar að drónarnir hafi komist alla leið.
Hann sagði að hugsanlega hafi Úkraínumenn notað gamla sovéska dróna við árásirnar eða þá nýja dróna sem Úkraínumenn hafa unnið að í langan tíma.
„Ef Úkraína getur hæft þessi skotmörk, hvað geta þeir þá ekki hæft? Við erum komin í vegalengdir sem benda til að þeir geti líka flogið til Moskvu og hæft skotmörk þar,“ sagði hann.