Í heildina eru Rússar sagðir hafa tekið rúmlega fimmtung hveitiuppskeru Úkraínu í haust.
Segir NASA að Rússar hafi skorið 5,8 milljónir tonna af hveiti á svæðum „sem eru ekki undir úkraínskri stjórn“. Segir NASA að verðmæti uppskerunnar sé um einn milljarður dollara.
NASA komst að þessari niðurstöðu með því að fara yfir gervihnattarmyndir í samstarfi við ýmsa samstarfsaðila.
Tæplega 27 milljónir tonna af hveiti hafa verið skornar á úkraínskum ökrum í haust og vetur.
Um 22% af uppskerunni eru á svæðum sem Rússar eru með á sínu valdi.