fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fréttir

Rússar stela úkraínsku hveiti af miklum móð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. desember 2022 08:00

Úkraína er meðal stærstu kornframleiðenda heims.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir að miðað við það sem sjáist á gervihnattarmyndum þá hafi Rússar stolið miklu af hveiti af úkraínskum kornökrum.

Í heildina eru Rússar sagðir hafa tekið rúmlega fimmtung hveitiuppskeru Úkraínu í haust.

Segir NASA að Rússar hafi skorið 5,8 milljónir tonna af hveiti á svæðum „sem eru ekki undir úkraínskri stjórn“. Segir NASA að verðmæti uppskerunnar sé um einn milljarður dollara.

NASA komst að þessari niðurstöðu með því að fara yfir gervihnattarmyndir í samstarfi við ýmsa samstarfsaðila.

Tæplega 27 milljónir tonna af hveiti hafa verið skornar á úkraínskum ökrum í haust og vetur.

Um 22% af uppskerunni eru á svæðum sem Rússar eru með á sínu valdi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Flokk fólksins skorta auðmýkt

Segir Flokk fólksins skorta auðmýkt