fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Krefjast 3.800 milljarða í bætur vegna skólaskotárásar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. desember 2022 07:00

19 nemendur og 2 kennarar voru skotnir til bana í Robb Elementary skólanum í maí. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 24. maí voru 19 nemendur og 2 kennarar skotnir til bana í Robb Elementary skólanum í Uvalde í Texas. Þetta er ein mannskæðasta skólaskotárás sögunnar í Bandaríkjunum.

Nú hafa fórnarlömb höfðað mál á hendur lögreglunni, bæði staðarlögreglunni og ríkislögreglunni, bæjaryfirvöldum og skólayfirvöldum. AP skýrir frá þessu.

Málið var höfðað fyrir alríkisdómstól í Austin. Í dómskjölum kemur fram að yfirvöld séu sökuð um að hafa ekki fylgt vinnureglum varðandi skólaskotárásir því lögreglan beið í eina klukkustund með að ryðjast inn í kennslustofuna þar sem morðinginn skaut hvern nemandann á fætur öðrum.

Meðal þeirra sem höfða málið eru starfsmenn við skólann og forráðamenn barna sem voru í skólanum þennan dag.

Samtals krefst fólkið sem svarar til um 3.800 milljarða íslenskra króna í bætur fyrir „tilfinningalegt og sálrænt tjón“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi