fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

320 milljón króna gjaldþrot starfsmannaleigu – Eigandinn Ingimar þegar dæmdur fyrir skattsvik

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 5. desember 2022 14:32

Ingimar Skúli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum er lokið í þrotabúi starfsmannaleigunnar Verkleigunnar ehf. Fyrirtækið varð gjaldþrota um mitt ár 2018 eftir róstursöm ár í rekstri. Alls var kröfum að andvirði tæplega 320 milljónum króna lýst í búið en af þeim voru tæplega 152 milljónir samþykktar. Alls greiddust allar búskröfur að fullu, 1,3 milljónir króna og síðan fengust rétt tæplega 20 milljónir króna upp í forgangskröfur. Ekkert fékkst greitt upp í almennar og eftirstæðar kröfur.

Tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik og peningaþvætti

Eigandi Verkleigunnar ehf. Ingimar Skúli Sævarsson en hann var í október 2020 dæmdur í í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum og peningaþvætti, bæði sem framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins og starfsmannaleigunnar Verkleigan og sjálfur persónulega.

Ingimar Skúli stofnaði  Verkleiguna með Höllu Rut Bjarnadóttur árið 2016. Svo fór að deilur milli þeirra tveggja gusu upp og urðu fjölmiðlamatur þar sem að ásakanir gengu á víxl. Í kjölfar gjaldþrots Verkleigunnar stofnaði Ingimar aðra starfsmannaleigu, Manngildi starfsmannaþjónustu ehf., og Halla Rut starfsmannaleiguna Menn í vinnu.

Sjá einnig:  Manngildi gjaldþrota – Tvær starfsmannaleigur Ingimars Skúla í þrot á innan við tveimur árum

Fór í hvelli í þrot

Manngildi starfsmannaþjónusta ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta þann 30. október 2019. Þá hafði reksturinn verið umdeildur í meira lagi en nokkru áður hafði Ingimar Skúli verið handtekinn vegna grun sum að fyrirtækið væri að leggja stund á skjalafals með því að flytja inn starfsmenn til landsins á fölsuðum skilríkjum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“