„Útaf heimsfaraldrinum þá hefur ekki verið mikið um flugferðir og þess vegna vorum við mjög spennt að ferðast með hana til Íslands til að kynnast ættingjunum þar. En þegar við ætlum að fara um borð í vélina þá er okkur tilkynnt að að flugstjórinn hleypi okkur ekki um borð,“ segir Eyþór.
Hann segir að um afar niðurlægjandi reynslu hafi verið að ræða sem eigi eftir að svíða lengi.
Engar reglur til og geðþóttaákvörðun tekin
Ástæðan sem þeim hjónum var gefin upp var að það væri öryggisbrestur að blindir foreldrar væru ferðast með lítið barn.Eyþór segir að eðli málsins samkvæmt hafi fokið í hann og Emily og þau krafist skýringa. Starfsmennirnir gátu ekki framvísað neinum reglum heldur vísuðu í að flugstjóri gæti áskilið sér rétt um að meina farþegum um borð
Eyþór og kona hans fengu ekkert á pappír sem sagði til um að þetta væru reglur heldur sé þetta að sögn starfsmanna SAS réttur sem sé áskilinn flugstjóranum.
„Ég skil að slíkur réttur verður að vera til staðar, en flugstjórinn hlýtur þá líka að vera ábyrgur gjörða sinna ef hann tekur ranga ákvörðun,“ segir Eyþór. „Til að setja þetta í samhengi þá máttu ferðast í vél með SAS ef þú ert fimm ára gamalt barn, að því gefnu að allt sé rétt skráð,“ segir Eyþór.
Hann segir greinilegt að engar reglur séu til hjá flugfræðingum um tilvik sem þessi og fjölskyldan hafi því verið fórnarlömb geðþóttaákvörðunar.
Eiga flug í dag og íhuga að mæta með lögfræðing á völlinn
Eins og áður segir var útskýringin sem Eyþór og kona eiginkona hans fengu sú að áhöfnin hafi ekki vitað af aðstæðum þeirra.
„Það getur ekki verið okkar vandamál. Við vorum búin að hringja og láta vita af því að von væri á okkur,“ segir hann.
Fyrst var var fjölskyldunni tilkynnt um að þau gætu ferið ferðina endurgreidda eða bókað miða í næsta lausa flug eftir viku. Það breyttist þó í gær og þá var Eyþóri og Emily tilkynnt að losnað hafi miðar fyrir þau í flug í dag, sunnudag.
„En það er háð því skilyrði að við séum með þriðja aðila með okkur á okkar kostnað. Við höfum ekki enn ákveðið okkur hvort að við nýtum það eða mætum hreinlega með lögfræðing með okkur og tökum slaginn. Ég held að þetta sé kolólöglegt,“ segir Eyþór.