fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fréttir

Þetta eru sviðsmyndirnar sem sérfræðingar sjá fyrir sér varðandi stríðið í Úkraínu á næsta ári

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. desember 2022 08:00

Úkraínski fáninn blaktir nærri Lyman. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ólíklegt að stríðinu í Úkraínu ljúki á næsta ári og það eru ekki miklar líkur á að friðarviðræður hefjist.

Þetta er mat Mette Skak, lektors í stjórnmálafræði við Árósaháskóla, og Jacob Kaarsbo, sérfræðings hjá hugveitunni Tænketanken Europa. TV2 ræddi við þau um hvernig þau telji að stríðið þróist á næsta ári.

Skak sagði að það sé hennar mat að horfa verði á Úkraínu eins og við horfum á lönd þar sem átök eru daglegt brauð. „Maður þarf að venja sig við að horfa á Úkraínu sem einhverskonar evrópskt Ísrael,“ sagði hún.

Í grein eftir Kaarsbo, sem birtist á vef Tænketanken Europa, dregur hann upp sex sviðsmyndir sem hann telur líklegar í stríðinu næstu fjóra til sex mánuði. Hann segist telja að á næstu tveimur mánuðum verði blanda af tveimur af þessum sviðsmyndum raunveruleikinn. Kyrrstaða í stríðinu og vetrarsókn Úkraínumanna.

BBC ræddi við fimm sérfræðinga sem bentu á fimm mismunandi sviðsmyndir um hvernig stríðið getur þróast á næsta ári. Þrír þeirra telja litlar líkur á að stríðinu ljúki á næstunni. Barbara Zanchetta, hjá Kings College í Lundúnum, sagði að því miður verði áfram um langvarandi baráttu að ræða á pólitíska og efnahagslega sviðinu auk baráttu á vígvellinum. Hún sagði líklegt að stríðið standi enn yfir eftir ár.

En Andrei Piontkovsky, sérfræðingur sem starfar í Washington, sagði ekki útilokað að Úkraína muni sigra í stríðinu á nokkrum mánuðum og muni hafa náð landi sínu úr höndum Rússa í vor.

Ben Hodges, fyrrum yfirmaður bandaríska heraflans í Evrópu, er sama sinnis og telur að Úkraínumenn muni sigra í stríðinu á næsta ári.  Hann sagðist ekki vera í neinum vafa um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Langar biðraðir hjá Fjölskylduhjálpinni – „Yfirvöld virðist ekki gefa þessu nokkurn einasta gaum“

Langar biðraðir hjá Fjölskylduhjálpinni – „Yfirvöld virðist ekki gefa þessu nokkurn einasta gaum“
Fréttir
Í gær

Segir bikblæðingar ekki réttlætanlegar og Vegagerðina ábyrga – Ákveðnir vegir hreinlega hættulegir

Segir bikblæðingar ekki réttlætanlegar og Vegagerðina ábyrga – Ákveðnir vegir hreinlega hættulegir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“