fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Nú hafa Úkraínumenn fengið Patriot-kerfi – Hvað fá þeir næst?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. desember 2022 06:00

Patriot loftvarnarkerfi í. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hafa Vesturlönd stutt við bakið á Úkraínu með vopnum og öðru. Eftir því sem hefur liðið á stríðið hafa vopnasendingarnar til Úkraínu farið að innihalda sífellt öflugri vopn.

Nýlega féllust Bandaríkjamenn á að láta Úkraínumönnum Patriot-kerfi í té en þetta er fullkomnasta loftvarnarkerfi heims. Í kjölfar þessarar ákvörðunar hefur sú spurning vaknað hjá mörgum hvað sé næst? Það er, hvaða vopn fá Úkraínumenn næst?

„Hægt og rólega nálgumst við þann punkt að það verður eðlilegt næsta skref að senda skriðdreka og orustuþotur til Úkraínu,“ sagði Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur hjá danska varnarmálaskólanum, í samtali við TV2.

Aðrir sérfræðingar telja einnig að Úkraína geti reiknað með að fá áfram vopn frá Vesturlöndum og að heldur verði bætt í þá aðstoð. En þessi aðstoð verður væntanlega háð ákveðnum skilyrðum.

Úkraínumenn hafa beðið um langdræg flugskeyti, F16 orustuþotur og Abrams og Leopard skriðdreka. Vesturlönd hafa þó verið treg til að verða við þessum óskum af ótta við að það að senda þungavopn til Úkraínu geti stigmagnað stríðið með þeim afleiðingum að það breiðist út fyrir Úkraínu og verði til þess að Rússar ráðist á önnur ríki.

Rússar hafa einnig ítrekað varað Vesturlönd við að senda þungavopn til Úkraínu og hafa haft uppi þung orð um hugsanlegar afleiðingar slíkra vopnasendinga. En eftir því sem teygst hefur á stríðinu hafa áhyggjur Vesturlanda af hinni rauðu línu Rússa minnkað. Nú er til dæmis rætt um það innan ríkisstjórna Finnlands og Þýskalands hvort senda eigi Úkraínu þungavopn.

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hefur fram að þessu neitað að senda Úkraínumönnum Leopard skriðdreka, sem eru mjög fullkomnir, en þessa afstöðu hans gagnrýnir Marie-Agnes Strack-Zimmermann, formaður varnarmálanefndar þingsins. Hún segir ákvörðun kanslarans vera „óhugnanlega skammsýna“ að sögn rnd.de.

Anders Puck Nielsen sagði í samtali við TV2 að hugsanlega verði nútímalegir skriðdrekar næsta stigið í vopnasendingum til Úkraínu. Skriðdrekar dragi skemur en orustuþotur og það sé mikilvægt fyrir Vesturlönd að hernaðaraðstoðin sé notuð til varna og til að endurheimta hertekin landsvæði. Það eigi ekki að nota hana til árása í Rússlandi, það muni stigmagna átökin.

Á síðustu mánuðum hafa Rússar gert harðar árásir á innviði í Úkraínu og drepið fjölda fólks auk þess sem þeir hafa valdið miklu tjóni á orkuinnviðum. Margir eiga á hættu að frjósa í hel í vetur.

Mette Skak, lektor við stjórnmálafræðideild Árósaháskóla, segir að þessar árásir hafi aukið stuðning almennings á Vesturlöndum við aðstoð við Úkraínu. Auk þess sé það almennt viðurkennt á Vesturlöndum að hætta stafi af Rússlandi og að auðvelda leiðin til að gera Rússland óvígt sé að hjálpa Úkraínu að sigra rússneska herinn. Hún sagði að þetta muni allt saman skipta máli hvað varðar aðstoðina við Úkraínu á næstu mánuðum. Margt tali fyrir því að Vesturlönd haldi áfram að senda vopn til Úkraínu og bæti frekar í en hitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Páll ekki hrifinn af „derringi“ Halldórs Benjamíns – Myndi ekki henta sem formaður Sjálfstæðisflokksins

Páll ekki hrifinn af „derringi“ Halldórs Benjamíns – Myndi ekki henta sem formaður Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Nýjustu refsiaðgerðir Biden gegn Rússlandi eru sagðar „gjöf“ til Trump

Nýjustu refsiaðgerðir Biden gegn Rússlandi eru sagðar „gjöf“ til Trump
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu – Stærsti skjálftinn 5,1

Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu – Stærsti skjálftinn 5,1