fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

„Sérlegur sérfræðingur í „fake”-aðgöngum til þess að fylgjast með konunni minni á samfélagsmiðlum“

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 3. desember 2022 11:00

Sindri Þór Kárason og Pétur Örn Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli í vikunni þegar tónlistarmaðurinn Pétur Örn Guðmundsson, sem iðulega er kallaður Pétur Jesú, steig fram á samfélagsmiðlinum Facebook og bar sig heldur aumlega. Sagðist hann nýlega hafa hætt sér aftur inn á samfélagsmiðla eftir langt hlé í kjölfar útskúfunar og í kjölfarið fengið eftirfarandi óvægin skilaboð send frá leyniaðgangi.
„Djöfull geturðu verið siðblindur ógeðslegt þú skalt ekki voga þér að reyna koma þér aftur í samfélagið þú skalt rotna í kjallaraholunni þinni einn og yfirgefinn ég vorkenni kettinum þínum að þú skulir vera eigandi hans það er greinilegt að þú getir ekki fengið þér hjálp og það sést þannig rotnaðu í helvíti,“ voru skilaboðin sem Pétri bárust.

Rekinn úr hljómsveitum og dró sig í hlé

Ástæðan fyrir samfélagslegri krossfestingu Péturs Arnar var sláandi viðtal við söngkonuna Elísabetu Ormslev í Fréttablaðinu í febrúar en þar greindi hún frá sambandi sínu við Pétur sem hófst þegar hún var aðeins 16 ára en hann 38 ára og margskonar hegðun sem verður ekki túlkuð öðruvísi en andlegt ofbeldi.
Í kjölfarið var Pétur rekinn úr hljómsveitum sínum, Buff og Dúndurfréttum, og hvarf úr sviðsljósinu. Eins og áður segir steig hann svo fram í vikunni og spurði hversu lengi slík útskúfun ætti að standa.
„Eftir mjög erfiða tíma hef ég hætt mér hægt og bítandi út úr skelinni minni á samfélagsmiðlum og þá fæ ég þetta sent. Á líf hins útskúfaða virkilega að vera svona?,“ skrifaði Pétur og virtist gefa í skyn að hann hefði gert hreint fyrir sínum dyrum.
Elísabet Ormslev Mynd/Anton Brink

Reynt að láta Elísabetu líta illa út

Ljóst er að það er ekki upplifun fjölskyldu og vina Elísabetar. Barnsfaðir og kærasti Elísabetar, Sindri Þór Kárason, sá sig knúinn til að stíga fram með yfirlýsingu nú í morgun. Hann hafi hingað til haldið sig til hlés í málinu en honum hafi verið nóg boðið varðandi orðróm um að hann hafi sent Pétri hin harkalegu skilaboð.

„Ég hef ekkert tjáð mig um þetta mál á samfélagsmiðlum, nema auðvitað með lýstum stuðningi til konunnar minnar þegar þetta mál bar fyrst upp í febrúar á þessu ári. Nú hefur ásökunum verið beint að mér frá hans nánasta fólki að ég sé hið umrædda nettröll sem sendi þessi skilaboð til hans. Eina sem þau hafa fyrir sér í þeim efnum er að ég er kærasti Elísabetar og ætli það henti þeim ekki að ég sé vondi kallinn (því það liti illa út fyrir Elísabetu?),“ skrifar Sindri Þór.

Faðir Péturs sendi skilaboð um miðja nótt

Hann greinir svo frá því að fjölskyldumeðlimur Péturs Arnar, sem heimildir DV herma að sé Guðmundur faðir hans, hafi sent honum skilaboð í fyrrinótt með hlekk á lagið „Ráðið” með söngkonunni Bergþóru Árnadóttur.

„Fyrir þau sem ekki þekkja til þá fjallar lagið um sakfellingu saklaus manns. Standa þau þá í þeirri trú að hann hafi ekki átt í samráði við og tælt 16 ára barn (hann byrjaði að reyna ná athygli hennar 15 ára)? Beitti hann hana ekki andlegu ofbeldi í fjölda ára (hún hefur sýnt mér ógrynni af skjáskotum)? Var hann ekki liggjandi á glugganum okkar í febrúar síðastliðinn þegar við vorum varla búin að koma okkur fyrir í nýrri íbúð og hvergi skráð á þetta heimilisfang? (Minni á að er til myndband af manninum fyrir utan heimilið okkar),“ skrifar Sindri Þór.

Sérfræðingur í „fake”-aðgöngum

Hann segir að ásakanirnar um að hann hafi sent Pétri skilaboðin afar ósmekkleg og hann vísi því alfarið á bug.

„Ég hef lítinn áhuga á áreiti af þessu tagi og síst af öllu svona ásökunum. Svo skal ekki gleyma að umræddur maður er sérlegur sérfræðingur í „fake”-aðgöngum til þess að fylgjast með konunni minni á samfélagsmiðlum, eftir að hún blockaði hann á öllum miðlum. Ég hvet ykkur (aðstandendur hans) að finna blóraböggul annars staðar.
Eitt skal vera á hreinu að ef ég ætti eitthvað vantalað við þennan fullorðna mann þá mun ég ekki fela mig á bakvið leyniaðgang,“ skrifar Sindri Þór.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt