Um klukkan 20 var akstur ökumanns stöðvaður í Laugardalshverfi þar sem of margir farþegar voru í bifreiðinni. Hún er skráð fyrir 2 farþega en 3 farþegar voru í henni. Umfram farþeginn var 5 ára barn sem sat í kjöltu móður sinnar og var ekki með neinn öryggisbúnað.
Á tíunda tímanum í gærkvöldi var ekið á bifreið á Kjalarnesi. Tjónvaldurinn ók á bifreið sem var ekið á móti honum og stöðvaði ekki. Tjónþolinn elti tjónvaldinn og stöðvaði lögreglan akstur hans í Árbæjarhverfi eftir stutta eftirför. Hann var handtekinn því hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og/eða lyfja. Hann var vistaður í fangageymslu.
Í Miðborginni var tilkynnt um innbrot á sjöunda tímanum í gær. Yfirhöfn og fleiri verðmætum var stolið úr henni.
Í Hlíðahverfi hafði lögreglan afskipti af manni á heimili hans í gærkvöldi. Hann er grunaður um ræktun fíkniefna. Hald var lagt á þrjár kannabisplöntur og búnað til ræktunar.
Í Hafnarfirði var ökumaður kærður fyrir að aka bifreið sem var með blá stöðuljós.