fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Andstæðingar Pútíns deyja hver á fætur öðrum – Svona voru dularfull örlög þeirra

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. desember 2022 06:10

Pútín og Ravil Maganov. Mynd:Nexta/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir rússneskir olígarkar og aðrir áhrifamenn í rússnesku samfélagi hafa látist á dularfullan hátt frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í lok febrúar. Margir þeirra voru andstæðingar Pútíns og höfðu gagnrýnt hann opinberlega. Svo ótrúlegt sem það kann að virðast, eða kannski ekki, þá eru ákveðin líkindi með dánarorsök þeirra flestra.

Í gegnum tíðina hafa margir rússneski olígarkar látist ótímabærum dauða við dularfullar kringumstæður. Ekki hefur dregið úr tíðni dauðsfalla manna í þessum hópi eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu.

CNN segir að tólf rússneskir áhrifamenn, hið minnsta, sem höfðu gagnrýnt Vladímír Pútín, forseta, hafi látist síðan í febrúar. Flestir þeirra duttu (sumir út um glugga) og létust , aðrir veiktust skyndilega og enn aðrir eru sagðir hafa fyrirfarið sér.

Vangaveltur hafa verið uppi um hvort sjálfsvígin hafi ekki verið sjálfsvíg. Að um morð hafi verið að ræða og að rússneska leyniþjónustan FSB hafi komið þar að málum. Aðrar kenningar ganga út á að hættuleg viðskiptasambönd hafi orðið mönnunum að bana eða þá að þeir hafi einfaldlega svipt sig lífi vegna áhrifa alþjóðlegra refsiaðgerða gegn þeim eða gruns um að þeir hafi verið viðriðnir svikastarfsemi.

Eins og DV skýrði frá fyrr í vikunni þá lést rússneski pylsumilljarðamæringurinn Pavel Antov á lúxushóteli á Indlandi fyrir nokkrum dögum. Forbes segir að hann hafi dottið út um glugga á þriðju hæð. Tveimur dögum áður lést vinur hans, Vladimir Budanov, af völdum hjartaáfalls á sama hóteli. Fyrir utan að hafa látist á sama hótelinu þá áttu þeir félagar það sameiginlegt að hafa gagnrýnt stríðsreksturinn í Úkraínu í sumar.

Gagnrýndi Pútín – Lést við dularfullar kringumstæður um jólin

Í byrjun desember lést rússneski fasteignamógúllinn Dmitry Zelenkov í franska ferðamannabænum Antibes. Hann fannst neðan við stiga og var með mikla höfuðáverka. Franski miðillinn Varmatin sagði þá að hann hafi dottið niður stigann eftir að hafa yfirgefið kvöldverðarboð eftir að honum fór að líða illa.

Í september lést Anatoly Greaschenko, yfirmaður Moscow Aviation Institute, eftir að hann hrapaði til bana úr mikilli hæð  að því er sagði í tilkynningu frá stofnuninni. CNN skýrir frá þessu.

Ravil Maganov lést einnig í september. Hann var forstjóri Lukoil olíufélagsins. Hann datt út um glugga á sjöttu hæð sjúkrahúss. Hann hafði gagnrýnt innrásina í Úkraínu opinberlega.

Í lok janúar  lést Leonid Shulman, fyrrum forstjóri Gazprom. Hann fannst látinn á baðherbergi í sumarhúsi utan við St Pétursborg. Hjá líkinu fannst bréf og lögreglan sagði að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Hann var í veikindaleyfi en hann var grunaður um að hafa svikið fé út úr Gazprom.

Mánuði síðar lést Alexander Tyulakov, sem var einnig yfirmaður hjá Gazprom. Hann fannst með reipi um hálsinn í bílskúrnum við sumarhús hans nærri St Pétursborg. Novaja Gazeta sagði að þegar lögreglumenn og réttarmeinafræðingar hafi verið við störf á vettvangi hafi þeim verið gert að yfirgefa hann af útsendurum Gazprom. Andlát Tyulakov var flokkað sem sjálfsvíg.

Þar með var andlátum tengdum Gazprom ekki lokið því í apríl lést Vladislav Avaey, aðstoðarforstjóri Gazprombankans. Lík hans fannst í lúxusíbúð hans í Moskvu. Þar voru einnig lík eiginkonu hans og dóttur. Íbúðin var læst innanfrá og Avaey var með skammbyssu í höndinni. Lögreglan sagði að ekki væri annað að sjá en hann hefði skotið eiginkonu sína og dóttur og síðan tekið eigið líf.

Igor Volobuen, einn af yfirmönnum bankans, vísaði þessu á bug og sagði að um sviðsett morð hafi verið að ræða. Hann yfirgaf síðan Rússland og vinnur nú með Úkraínumönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“