Þetta er eitt af þeim verkefnum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti á kvöld- og næturvaktinni.
Meðal annarra verkefna var að eldur kom upp í íbúðarhúsnæði og skemmdist það mikið. Engin slys urðu á fólki.
Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Einn ökumaður var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum.
Í Breiðholti var tilkynnt um eignaspjöll en þar voru tvær rúður brotnar í bifreið.
Í Árbæjarhverfi var tilkynnt um þjófnað á eldsneyti á bensínstöð og í Grafarvogi var tilkynnt um hnupl úr verslun.