fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Garðar segir ábyrgð þjóðkirkjunnar mikla og spyr hvort það sé kannski ekki raunveruleg sálarheill barnanna sem áhyggjur biskups beinast að

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. desember 2022 08:00

Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Biskup Íslands, séra Agnes M. Sigurðardóttir, segir að á Íslandi sé guð kristinna manna beittur þöggun. Þetta kom fram í hátíðarmessu biskups um jólin sem sjónvarpað var og útvarpað af Ríkisútvarpinu. „Guð birtist hér á jörð í barninu Jesú. Það er ekki vinsælt að nefna nafnið hans í opinberri umræðu. Það hefur verið þöggun í gangi varðandi guð kristinna manna,“ sagði biskup.“

Svona hefst leiðari Fréttablaðsins í dag en hann ber fyrirsögnina „Aurasálir“ og er skrifaður af Garðari Erni Úlfarssyni.

Hann segir að það geti vel verið rétt að nafni guðs sé ekki hampað daglega í opinberri umræðu hér á landi en það þýði ekki að þjóðin sé guðlaus. Þjóðkirkjan sé langstærsta trúfélag landsins og venjulega langmest áberandi af trúfélögum landsins.

„Því miður er það þó yfirleitt ekki sakir vel heppnaðrar útbreiðslu fagnaðarerindisins heldur fremur vegna væringa, illinda og jafnvel hreinna ofbeldisverka innan kirkjunnar vébanda. Mikil er ábyrgð þjóðkirkjumanna í þessum efnum. Þjóðkirkjan er einfaldlega slæmur sendiherra og glötuð auglýsing fyrir þann guð kristinna manna sem biskup segir vera fórnarlamb þöggunar á Íslandi,“ segir hann síðan.

„Biskup hélt ræðu sinni áfram og hjó í kunnuglegan knérunn sem sumir innan þjóðkirkjunnar leyfa sér því miður oft að beita. „Spurt var hvort samhengi væri á milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki mætti lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins,“ vitnaði biskup til umræðu á fundi einum. Þannig reynir biskup að varpa ábyrgðinni á því sem hún virðist telja sambandsleysi æsku landsins við guð kristinna manna á hið veraldlega skólakerfi – þar sem reyndar er í boði fræðsla um ýmis trúarbrögð eins og vera ber. „Við sem treystum þeim guði sem Jesús birti og boðaði vitum að í öllum aðstæðum lífsins er svar að finna í orði guðs,“ sagði Agnes í sjónvarpinu. Mikil er ábyrgð skóla landsins sem neita börnum um náð guðs,“ segir Garðar og bætir við að ekki sé að sjá nema litlu af öllum þeim milljörðum króna, sem þjóðkirkjan hefur í tekjur, sé varið til að efla andlegt líf þeirra barna sem biskup virðist láta sér annt um.

„Er hugsanlegt að það sé ekki raunveruleg sálarheill barnanna sem áhyggjurnar beinast að? Þær snúast kannski fremur um milljarða á milljarða ofan sem kirkjunnar þjónar reikna með í sinn vasa frá sóknarbörnum og skattgreiðendum framtíðarinnar?“ segir hann síðan að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir