fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Fangar eru notaðir sem fallbyssufóður í „hakkavélinni“ – Nú hafa þeir fengið nóg

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. desember 2022 07:00

Rússneskir málaliðar í Bakhmut. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málaliðar á vegum Wagnerhópsins hafa orðið fyrir miklu mannfalli í Bakhmut og nú virðist sem þeir hafi misst viljann til að berjast.

Orustan um Bakhmut hefur staðið yfir mánuðum saman og hefur bærinn verið kallaður „hakkavélin“ vegna hins mikla mannfalls sem bæði Rússar og Úkraínumenn hafa orðið fyrir. Bardögunum í og við bæinn hefur verið líkt við það sem átti sér stað í fyrri heimsstyrjöldinni, skotgrafahernaður er stundaður þar og stórskotaliði beitt af miklum móð.

TV2 segir að ýmislegt bendi til að stríðsgæfan sé að snúast Úkraínu í vil í orustunni um bæinn. Margir af rússnesku hermönnunum, sem berjast um bæinn, eru málaliðar á vegum Wagnerhópsins. Margir þeirra eru fangar sem var heitið sakaruppgjöf gegn því að ganga til liðs við Wagnerhópinn og fara til Úkraínu að berjast.

Málaliðarnir hafa orðið fyrir miklu mannfalli í og við Bakhmut og virðist nú sem baráttuandinn hafi yfirgefið þá.

Á síðustu dögum hafa mörg myndbönd verið birt á samfélagsmiðlum þar sem ekki er annað að sjá en að málaliðarnir hafi misst baráttuviljann.

Á mánudaginn deildi Christo Grozev, sem er blaðamaður hjá rannsóknarfjölmiðlinum Bellingcat, myndbandi á Twitter. Það er frá Bakhmut og sýnir að sögn Grozev liðsmenn Wagnerhópsins sem gera lítið úr Valery Gerassimov, starfsmannastjóra rússneska varnarmálaráðuneytisins, og kalla hann „kúk“.

Málaliðarnir virðast vera mjög ósáttir við að þeir hafa ekki nóg af skotfærum til að standa í átökum. „Kúkurinn þinn. Hvar eru sprengjurnar? Okkur vantar sprengjur,“ segja þeir.

Annað myndband er einnig í dreifingu á Twitter. Í því er sú mynd dregin upp að málaliðarnir í Bakhmut séu að missa móðinn. Hópur málaliða, sem hafa gefist upp fyrir úkraínskum hermönnum, sjást í myndbandinu. Einn þeirra segir að hann hafi áður afplánað dóm í Orenburghéraðinu í Rússlandi.

Hernaðarsérfræðingar hafa áður bent á að fangarnir séu notaðir sem fallbyssufóður í og við Bakhmut. Nú virðist sem þeir hafi fengið nóg af því að vera notaðir sem fallbyssufóður en Wagnerhópurinn hefur misst mikinn fjölda hermanna í Bakhmut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi