Rússneska Tass-fréttastofan skýrir frá þessu. Haft er eftir Igor Trunov, forstjóra samtaka rússneskra lögmanna, að heilbrigðisráðuneytið hafi samþykkt tillögu hans um að bjóða upp á fyrrgreinda þjónustu. Hafi ráðuneytið fundið peninga til að standa straum af kostnaðinum við það.
Rúmlega 300.000 karlmenn hafa verið kallaðir til herþjónustu vegna stríðsins til viðbótar við þá sem tóku þátt í innrásinni í upphafi.