fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Bæði Úkraína og Rússland segjast vilja friðarviðræður – En er það rétt?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. desember 2022 21:00

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir ráðamenn hafa að undanförnu sagt að Rússar séu reiðubúnir til friðarviðræðna við Úkraínumenn en hafa um leið sagt að Úkraínumenn verði að horfast í augu við þá stöðu sem uppi er og eiga þá við að Rússar hafa hluta af Úkraínu á sínu valdi. Úkraínumenn hafa lengi sagt að þeir séu ekki reiðubúnir til friðarviðræðna en nú er komið annað hljóð í strokkinn og segjast þeir reiðubúnir til friðarviðræðna.

Úkraínumenn segjast reiðubúnir til friðarviðræðna í byrjun næsta árs og leggja til að Sameinuðu þjóðirnar stýri þeim.

En er þetta rétt? Eru Rússar og Úkraínumenn reiðubúnir til að setjast að samningaborðinu?

Jótlandspósturinn spurði Flemming Splidsboel, sérfræðing í rússneskum málefnum hjá hugveitunni Dansk Institut for Internationale Studier, og Claus Mathiesen, hernaðarsérfræðing hjá danska varnarmálaskólanum, um hvort stríðsaðilarnir séu virkilega reiðubúnir til að setjast að samningaborðinu.

Þeir voru sammála um að yfirlýstur vilji Úkraínumanna til að setjast að samningaborðinu sé brella af þeirra hálfu sem geti pirrað Pútín, sem eigi í vök að verjast, og muni varla færa þjóðirnar nær því að binda endi á stríðið.

Þeir sögðu að hin nýja yfirlýsing Úkraínumanna um vilja þeirra til friðarviðræðna sé mjög taktísk og sé ætlað að „afvopna“ sterk rök sem Rússar hafa sett fram fyrir alþjóðasamfélagið um viljaleysi Úkraínumanna til að setjast að samningaborðinu. Endurtekin höfnun þeirra á að setjast að samningaborðinu hefur sett þá í neikvæða stöðu á alþjóðavettvangi að þeirra sögn. Nú séu Úkraínumenn að reyna að bæta úr því.

Splidsboel sagði að með þessu séu Úkraínumenn að endurheimta frumkvæðið hvað varðar umræðuna um friðarviðræður. Mathiesen tók undir þetta og sagði að Úkraínumenn vilji ekki vera sá aðili sem hafni því blákalt að setjast að samningaborðinu. Með yfirlýsingu sinni núna gefi þeir til kynna að þeir séu reiðubúnir til að finna lausn.

Þeir sögðu báðir að hér væri um yfirborðskennd skilaboð að ræða því bæði Rússar og Úkraínumenn hafi fram að þessu sett ströng skilyrði fyrir að hægt sé að byrja að ræða um diplómatíska lausn á stríðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“