fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Tvær árásir ættu að hringja viðvörunarbjöllum hjá Pútín

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. desember 2022 07:00

Frá árás Úkraínumanna á Saki flugvöllinn á Krím á síðasta ári. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvisvar sinnum virðist Úkraínumönnum hafa tekist að gera árásir langt inni í Rússlandi, mörg hundruð kílómetra frá úkraínsku landamærunum. Þetta er mjög athyglisvert og ætti að hringja viðvörunarbjöllum hjá Vladímír Pútín, Rússlandsforseta.

Það er að minnsta kosti mat Jacob Kaarsbo, sérfræðings í rússneskum málefnum há dönsku hugveitunni Tænketanken Europa. Í samtali við TV2 sagði hann eftir að Úkraínumenn gerðu árás á Engelsflugvöllinn fyrir mánuði síðan megi telja víst að Rússar hafi eflt loftvarnir sínar og skoðað hvað þeir gætu gert til að koma í veg fyrir að árás af þessu tagi endurtæki sig.

Aðfaranótt gerðu Úkraínumenn aðra árás á flugvöllinn, sem er rúmlega 600 km frá úkraínsku landamærunum, með dróna.

Kaarsbo sagði að það væri því mjög athyglisvert að þeim hafi aftur tekist að ráðast á flugvöllinn.

Rétt er að hafa í huga að Úkraínumenn hafa ekki lýst ábyrgð á árásinni á mánudaginn á hendur sér en Rússar segja þá hafa staðið á bak við hana og Úkraínumenn hafa sagt að innrás Rússa í Úkraínu hafi afleiðingar fyrir þá.

Peter Viggo Jakobsen, lektor við danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við TV2 að árásirnar tvær bendi til að Rússar standi sig ekki nægilega vel í að verja herstöðvar sínar. Nokkrar loftárásir af þessu tagi hafi sést fram að þessu, þar á meðal á Krím.

Þar sem lítið tjón varð af árásinni á mánudaginn hafði hún ekki stórvægileg áhrif á starfsemina á flugvellinum en Jakobsen sagði að samt sem áður hafi hún örugglega sálræn áhrif á Rússa, sé mikið áfall fyrir þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Í gær

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“