fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Fréttir

Sævar hjólar í Siðmennt vegna biskupsmálsins – „Fjáraustur í sérsöfnuði“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. desember 2022 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Þór Jónsson lögmaður segist vera orðinn þreyttur á ómaklegri gagnrýni í garð Þjóðkirkju Íslands. Segir hann að horft sé framhjá því að stofnunin er búin að aðlagast nútímanum. Sævar stígur hér inn í deilur sem hafa geisað á samfélagsmiðlum síðustu daga vegna jólapredikunar Agnesar M. Sigurðardóttur biskups, þar sem hún sagði þöggun ríkja gagnvart kristni í landinu. Predikunin var flutt í Grafarvogskirkju á jóladag og þar sagði Agnes meðal annars:

„Guð birtist hér á jörð í barninu Jesú. Það er ekki vinsælt að nefna nafnið hans í opinberri umræðu. Það hefur verið þöggun í gangi varðandi Guð kristinna manna. Spurt var hvort samhengi væri á milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki mætti lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins. Fundarmenn hneyksluðust á þessari spurningu. Hvaða samhengi ætti svo sem að vera á milli þessa?“

Margir hæddust að Agnesi fyrir að kvarta undan þöggun í ræðu sem bæði var sjónvarpað og útvarpað í Ríkisútvarpinu. Töldu margir það vera mótsagnakennt. „Hversu staurblind þarftu að vera til að kvarta undan þöggun í klukkutíma löngu útsendingunni þinni í sjónvarpi og útvarpi á hverju einasta heimili landsins?“ sagði Haukur Bragason á Twitter.

Afar mörg harkaleg ummæli í garð biskups, í sama dúr, hafa fallið á samfélagsmiðlum, sérstaklega Twitter.

Hátt í 70 milljónir til Siðmenntar frá ríkinu

Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt biskup er Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar. Vísir greinir frá því að sóknargjöld til Siðmenntar munu nema um 68 milljónum króna á næsta ári, en rætt var við Ingu á Bylgjunni. Þar sagði hún sóknargjöldin vera of há en félagið ætli samt að þiggja þau. Segir hún að ásælni þjóðkirkjunnar í opinbert fé og lobbyismi stofnunarinnar valdi hækkun sóknargjalda.

Sævar Þór lögmaður segir nóg komið af árásum á þjóðkirkjuna og bendir á að kristin trú sé stór hluti af mennningu okkar og sjálfsmynd þjóðarinnar. Hann deilir frétt Vísis og gagnrýnir það sem hann kallar fjáraustur í sérsöfnuði. Pistill hans á Facebook um málið er eftirfarandi:

„Mikið er ég orðinn þreyttur á því hvað Þjóðkirkjan á Íslandi þarf alltaf að láta undan í ómaklegri gagnrýni í hennar garð. Það er eins og samfélagið eigi að vera innstillt inn á einhvern rétttrúnað um að allt sem kirkjan segir og gerir sé rangt og eintómur útúrsnúningur. Kristin trú er hluti af menningu okkar og er í reynd stór partur af sjálfsmynd þjóðarinnar. Hér er trúfrelsi en það verður ekki vikið frá þeirri staðreynd að stór hluti þjóðarinnar er kristinn og kristin trú er hluti af menningararfleifð okkar sem ber að varðveita og viðhalda í okkar þjóðarvitund. Það á að tryggja að kristin trú sé kennd og að það góða sem felst í trúnni sé börnum tileinkað. Það fæst ekkert með því að halda því fram að hér geti annað gengið upp þegar gildi kristinnar trúar eru skoðuð þá byggja þau á mannlegum kærleik sem hefur bjargað þessari þjóð í gegnum mikla harmleiki í gegnum aldirnar. Auðvitað má gagnrýna margt en það verður heldur ekki hægt að gagnrýna endalaust það sem er búið að laga og þeirri staðreynd að kirkjan á Íslandi hefur aðlagast. Þetta er komið gott og fjáraustur í sérsöfnuði sem ætla að ná til sín fjármunum út á það eitt að gagnrýna þjóðkirkjuna er ekki fjármunum vel varið að mínu mati.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þrautaganga prests á Suðurnesjum – Missti mannorðið eftir kæru fyrir kynferðisbrot og hefur barist fyrir miskabótum

Þrautaganga prests á Suðurnesjum – Missti mannorðið eftir kæru fyrir kynferðisbrot og hefur barist fyrir miskabótum
Fréttir
Í gær

Meintur banamaður Geirfinns nafngreindur í 13. kaflanum sem hefur lekið á netið

Meintur banamaður Geirfinns nafngreindur í 13. kaflanum sem hefur lekið á netið
Fréttir
Í gær

Afgreiðslumaður í verslun tilkynnti hegðun viðskiptavinar til barnaverndaryfirvalda – Sagður hafa slegið son sinn í innkaupakerru

Afgreiðslumaður í verslun tilkynnti hegðun viðskiptavinar til barnaverndaryfirvalda – Sagður hafa slegið son sinn í innkaupakerru
Fréttir
Í gær

Kristján Sívarsson fyrir dóm sakaður um að pynta konu í tíu daga – Notaði nál, hníf, hamar, járnrör, spýtu og hleðslutæki

Kristján Sívarsson fyrir dóm sakaður um að pynta konu í tíu daga – Notaði nál, hníf, hamar, járnrör, spýtu og hleðslutæki
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill ekki CODA Terminal á Vellina – „Orðið „óvissa“ kemur fyrir 47 sinnum í skýrslunni“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill ekki CODA Terminal á Vellina – „Orðið „óvissa“ kemur fyrir 47 sinnum í skýrslunni“
Fréttir
Í gær

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“