fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Nýjar vangaveltur um heilsufar Pútíns – Á hann aðeins eitt ár eftir á valdastóli?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. desember 2022 06:00

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vangaveltur hafa verið uppi um langa hríð um heilsufar Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, og hvort hann sé með krabbamein. Fólk hefur einnig velt fyrir sér að ef svo er, það er að segja að hann sé með krabbamein, hversu slæmt það sé þá.

Rússneskur fræðimaður telur sig hafa áreiðanlega vitneskju um að Pútín sé illa haldinn af krabbameini og sé þess utan með Parkinsonssjúkdóminn á byrjunarstigi.

Fræðimaðurinn, sem heitir Valery Solovey, sagði í samtali við úkraínsku YouTube-rásina Odesa Film Studio að það sé greinilegt að Pútín eigi erfitt með að hreyfa sig, aðallega fæturna, og að margir hafi tekið eftir þessu. Daily Mail skýrir frá þessu.

Orðrómar um heilsufar Pútíns hafa lengi verið á kreiki, meðal annars vegna þess hversu þrútinn hann hefur þótt í andliti og einnig hefur hann nokkrum sinnum sést halda sér fast í borð þegar hann hefur verið á fundum.

Auk þess hefur komið fram í skýrslu frá Proekt sem er hópur rannsóknarblaðamanna, að Pútín hafi farið 35 sinnum til krabbameinslækna og að hann þjáist af krabbameini í skjaldkirtli. The Telegraph skýrði frá þessu.

Solovey sagði að heilsa Pútíns sé nú orðin mun verri en áður og það sé ástæðan fyrir að hann sjáist sjaldan á almannafæri.

Hann sagði að krabbameinið hafi dreift sér mikið og að þau lyf sem hann fái geri að verkum að hann sýni snemmbúin merki um að vera með Parkinsonssjúkdóminn. „Hann glímir við alvarleg heilsufarsvandamál,“ sagði Solovey og bætti við að Pútín sé háður lyfjum og læknum frá útlöndum.

Solovey hefur verið umdeildur í gegnum tíðina því hann hefur margoft lekið upplýsingum um æðstu ráðamenn í Kreml og oft hefur hann haft rétt fyrir sér.

Það hefur að vonum vakið undrun margra að Solovey hafi ekki verið refsað fyrir þetta af ráðamönnum því þeir sem gagnrýna þá, eða eru þeim ekki þóknanlegir, eiga það til að slasast eða látast af undarlegum orsökum, til dæmis af völdum eitrunar.

Sjálfur sagði hann, að sögn Iccrp, að áhrifarík samtök vaki yfir honum og tryggi öryggi hans. Iccrp er alþjóðleg miðstöð sem berst gegn rússneskum áróðri.

Rússnesk stjórnvöld hafa margoft vísað því á bug að Pútín sé dauðvona.

Solovey gefur lítið fyrir þetta og telur að Pútín eigi ekki langt eftir og að líklega sé síðasta ár hans, sem leiðtoga Rússlands, að hefjast.

Hann er ekki einn um að vera þessarar skoðunar því Richard Dearlove, fyrrum yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI6, er sömu skoðunar að sögn Daily Mail.

Solovey telur að ef Pútín láti af embætti þá muni Dmitry Patrushev, sem er 45 ára og sonur Nikolai Patrushev, sem er tryggur stuðningsmaður Pútíns og er talinn vera einn af aðalarkitektunum á bak við innrásina í Úkraínu, taka við af honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“