fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Meiri snjókoma í kortunum í Bandaríkjunum – Biden heitir aðstoð alríkisins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. desember 2022 07:53

Það hefur snjóað drjúgt í Buffalo. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið vetrarveður hefur herjað á stóran hluta Norður-Ameríku síðustu daga. Samkvæmt spám er reiknað með enn meiri snjókomu í dag með tilheyrandi kulda. Góðu fréttirnar eru þó þær að spár gera ráð fyrir að það fari að draga úr vetrarhörkunum þegar líður á vikuna.

Að minnsta kosti 55 hafa látist af völdum veðursins í Bandaríkjunum og fjórir í Kanada. Í Bandaríkjunum eru 28 dauðsföll í New York rakin til veðursins. Flest þeirra í Erie County þar sem borgin Buffalo hefur orðið illa úti.

Sky News segir að Joe Biden, forseti, hafi heimilað að New York ríki fái aðstoð frá alríkinu vegna veðursins og afleiðinga þess. Tugir þúsunda heimila hafa verið án rafmagns og fólk hefur ekki komist út úr húsi. Margir hafa setið fastir í bílum sínum, sumir í meira en tvo daga að sögn Mark Polocarz, talsmanns yfirvalda í Erie County. Hann sagði að björgunaraðilar hafi átt í erfiðleikum með að komast til fólksins vegna veðursins.

Kathy Hochul, ríkisstjóri í New York, sagði um helgina að margir sjúkra- og slökkviliðsbílar sætu fastir í snjó og lögreglan í Buffalo bað eigendur snjósleða um hjálp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“