Klukkan 22.24 var ökumaður handtekinn í Háaleitis- og Bústaðahverfi en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum og vörslu fíkniefna. Farþegi í bifreiðinni er einnig grunaður um vörslu fíkniefna.
Klukkan 22.44 var ökumaður handtekinn í Hlíðahverfi en hann er grunaður um ölvun við akstur.