fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Gagnrýndi Pútín – Lést við dularfullar kringumstæður um jólin

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. desember 2022 07:45

Pavel Antov. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem af er ári hafa að minnsta kosti 15 rússneskir auðjöfrar og áhrifamenn, þar á meðal olígarkar, látist við dularfullar kringumstæður. Svo ótrúlegt sem það er, þá hafa margir þeirra dottið og látist í kjölfarið.

Nú hefur enn eitt nafnið bæst við þennan lista, sem er orðinn nokkuð langur, en það er nafn milljarðamæringsins Pavel Antov. Hann er sagður hafa dottið út um glugga á þriðju hæð lúxushótels á Indlandi. Hann hafði gagnrýnt hernað Rússa í Úkraínu.

The Telegraph skýrir frá þessu og segir að Antov hafi verið staddur á Indlandi til að halda upp á 66 ára afmælið sitt.

Það gerir málið enn dularfyllra að fyrir nokkrum dögum, þann 22. desember, lést vinur hans, Vladimir Bidenov, á sama hóteli. Hann og Antov voru saman á ferð. Bidenov fannst látinn í herbergi sínu og var fjöldi tómra áfengisflaskna við hlið hans.

Indverska lögreglan segir að ekki sé talið að andlát þeirra félaga hafi borið að með saknæmum hætti en margir hafa efasemdir um að það sé rétt mat hjá lögreglunni. Ekki síst í ljósi fjölda andláta rússneskra olígarka og áhrifamanna síðustu mánuði.

Antov auðgaðist á pylsuframleiðslu og hann þekkti Pútín að sögn og var félagi í stjórnmálaflokki hans. En samband þeirra versnaði í júlí þegar Antov gagnrýndi flugskeytaárásir Rússa á Kyiv og sagði þær vera hryðjuverk.

Hann dró síðar í land og baðst afsökunar á ummælunum, sem voru birt á WhatsApp, og sagði að einhverjir aðrir hefðu staðið á bak við þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Óvissa bíður íslenskrar fjölskyldu eftir 16 mánuði í Þýskalandi – „Algjörlega búið að snúa þessu á haus“

Óvissa bíður íslenskrar fjölskyldu eftir 16 mánuði í Þýskalandi – „Algjörlega búið að snúa þessu á haus“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þorvaldur: Gætum átt von á óvæntum atburðum – „Það kæmi mér ekki á óvart“

Þorvaldur: Gætum átt von á óvæntum atburðum – „Það kæmi mér ekki á óvart“
Fréttir
Í gær

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi