fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Fyrirtækið sem hluti þjóðarinnar gaf Hallbirni farið í þrot

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 27. desember 2022 16:55

Hallbjörn Hjartarson lést þann 2. september síðastliðinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Norðurlands vestra kvað upp þann úrskurð 19. desember síðastliðinn að einkahlutafélagið Villta Vestrið / Skagaströnd ehf. skyldi tekið til gjaldþrotaskipta. Starfsemi félagsins snerist um fjármögnun á bjálkahúsi við Hólanesveg 11 á Skagaströnd þar sem veitingastaðurinn og útvarpsstöðin Kántrýbær var til húsa.

Það var Hallbjörn J. Hjartarson sem var eini eigandi félagsins þegar hann lést þann 2. september síðastliðinn – 87 ára að aldri. Hallbjörn hóf rekstur útvarpstöðvar og veitingasölu undir nafni Kántrýbæjar  í byrjun tíunda áratugarins og varð hann landsfrægur í kjölfarið sem kúreki Norðursins.

Sjá einnig: Hallbjörn nauðgaði og sleppur við fangelsi en barnabarninu stungið í steininn

Frumkvöðull í hópfjármögnun

Þegar hluti húsnæðis Kántrýbæjar brann til kaldra kola í október 1997 sneri Hallbjörn vörn í sókn og flutti inn glæsilegt bjálkahús frá Finnlandi sem var byggt við Kántrý 2 –  þann hluta hússins sem ekki hafði skemmst í eldsvoðanum. Nýtti Hallbjörn sér frægð sína til að fjármagna verkefnið og auglýsti eftir framlagi frá velviljuðum einstaklingum sem gætu orðið hluthafar í verkefninu. Alls skráðu sig rétt tæplega 5.000 einstaklingar fyrir hlut í félaginu, áðurnefndu Villta Vestrinu / Skagaströnd ehf., og voru flestir með hlut fyrir 1.000 krónur. Segja má að Hallbjörn hafi verið einskonar frumkvöðull í hópfjármögnun og það fyrir tíma internetsins.

Gamli Kántrýbær varð eldi að bráð í október 1997

 

Eina eign félagsins var skuldabréf á hendur Hallbirni fyrir rúmlegar fjórar milljónir króna en Hallbjörn var persónulega skráður sem eigandi bjálkahússins og fékk hann lán frá Landsbankanum og Byggðastofnun til að láta verkefnið ganga upp. Rekstur Kántrýbæjar ehf., sem var rekstrarfélag útvarpsstöðvarinnar og veitingasölunnar og í eigu Hallbjarnar, hófst svo í hinu nýju glæsilega 400 fermetra húsnæði sumarið 1998.

Skilorðsbundið fangelsi fyrir barnaníð

Árum saman var starfsemi Hallbjarnar í Kántrýbæ flaggskip Skagastrandar en það breyttist í kjölfar ásakana á hendur honum sem enduðu með því að Hallbjörn var dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi árið 2014 fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum, en annar þeirra var barnabarn hans.

Eins og gefur að skilja voru hluthafar Villta Vestursins fljótir að snúa baki við Hallbirni eftir að afbrot hans komust upp á yfirborðið og hann sjálfur lét sig nánast hverfa af yfirborði jarðar. Árið 2010 virðist sem skuldabréfið á hendur Hallbirni hafi verið afskrifað og hann varð í kjölfarið eini eigandi fyrirtækisins. Á sama tíma afsalaði Hallbjörn svo húsnæðinu við Hólanesveg 11 yfir á umrætt fyrirtæki, Villta vestrið / Skagaströnd ehf.

Eins og gefur að skilja gekk rekstur Kántrýbæjar brösuglega eftir að andlit staðarins hafði orðið uppvíst að slíkum níðingsskap. Rekstrarfélagið Kántrýbær ehf. var úrskurðað gjaldþrota árið 2018 og tilraunir til að selja húsnæðið gengu ekki upp hjá Hallbirni sem missti það svo frá sér á nauðungarsölu árið 2018.

Segja má því að gjaldþrot hópfjármögnunarfyrirtækisins, sem tilkynnt var um í Lögbirtingablaðinu í morgun, hafi verið óhjákvæmilegt og lokapunkturinn í harmsögu Hallbjarnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“