Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands vakti töluverða athygli með jólaprédikun sinni í Grafarvogskirkju í gær á jóladag. Þar sagði hún að þöggun sé í gangi varðandi Guð kristninnar og óvinsælt sé að nefna hann á nafn í opinberri umræðu.
Biskup sagði í prédikun sinni:
„Guð birtist hér á jörð í barninu Jesú. Það er ekki vinsælt að nefna nafið hans í opinberri umræðu. Það hefur verið þöggun í gangi varðandi Guð kristinna manna. Spurt var hvort samhengi væri á milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki mætti lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins. Fundarmenn hneyksluðust á þessari spurningu. Hvaða samhengi ætti svo sem að vera á milli þessa?“
Ljóst er að þessi ummæli Agnesar hafa vakið töluverða athygli og umtal. Veltir fólk því fyrir sér hvort þau trúarbrögð sem mest er hampað á opinberum vettvangi á Íslandi geti virkilega kvartað undan þöggun, hvað þá í prédikun sem var bæði útvarpað og sjónvarpað svo allir landsmenn gætu fylgst með, hefðu þeir áhuga. Ekki hafi öllum trúarbrögðum eða lífsskoðunarfélögum staðið það sama til boða.
Hér má sjá brot af viðbrögðum netverja við ummælum Agnesar.
Hversu staurblind þarftu að vera til að kvarta undan þöggun í klukkutíma löngu útsendingunni þinni í sjónvarpi og útvarpi á hverju einasta heimili landsins?
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) December 25, 2022
ég er alls ekki sammála biskupi Íslands í því að það sé einhver þöggun í gangi hér á landi um Guð og ekki megi tala um Jesús. finnst öll vera að tala um þá
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) December 25, 2022
Þegar kúgarinn notar orðræðu hinna kúguðu. Fokk off plís pic.twitter.com/GBm7QSb9in
— Páll Ivan frá Eiðum (@pallivan) December 25, 2022
Nei Agnes það ríkir þöggun innan kirkjunnar um kynferðisofbeldi. pic.twitter.com/XHqTnceTwQ
— Ingi Bekk (@ingibekk) December 25, 2022
Það eru næstum tvöþúsund ár síðan sonur hans dó, það væri nú reyndar eðlilegt ef þögnin væri meiri. pic.twitter.com/8mIQ29rWqc
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) December 25, 2022
Ég seigi ó guð og guð allavega tvisvar til 5 sinnum á dag. pic.twitter.com/AkqUIWzFEm
— Helga Ben gegnkynbundnuofbeldimálaráðherra (@Helgabenben) December 25, 2022
Það er svo crasy stupis insane að kristnir séu að reyna að stilla sér upp sem jaðarsettum hópi á Íslandi, þegar þeir ættu einfaldlega að grjóthalda kjafti pic.twitter.com/9XpioIJWp0
— stefan.vigfusson@gmail.com (@SVigfusson) December 25, 2022
Við erum bara ekki ennþá búin að aðskilja ríki og kirkju. Það er svo kreisí dæmi.
— Geir Finnsson (@geirfinns) December 25, 2022
Þöggun um guð segiði? Hvaða guð?
— Bjorgvin Valur (@bjorgvinvalur) December 26, 2022
Á jólatónleikunum 2019 ræddum við heilmikið um Jesú og pabba hans, svo mikið að sumum fannst nóg um. Í ár ræddum við meira feðgana Stúf og Leppalúða svo mögulega má færa rök fyrir því að það ríki aukin þöggun um Jesú og föður hans í seinni tíð.
— Karl Sigurðsson (@kallisig) December 25, 2022
Það verður að játast að það ríkir ákveðin þöggun í útvarpinu mínu á sunnudögum. Það er þegar ég kveiki á útvarpinu, hafandi gleymt því að það sé sunnudagur og messan glymur um stofuna. Þá þagga ég niðrí því. Eldsnöggt.
— Murun Buchstansangur (@Einfrumungur) December 25, 2022
er þetta þöggun? 🫴🦋 pic.twitter.com/uQKf4F2hY8
— 💞💫 Birkir (@birkirh) December 25, 2022
Mér finnst bara frekar næs ef það ríkir þöggun um guð og jesú. Betra það en þöggun um ofbeldi til dæmis.
— Hulda Tölgyes (@hulda_tolgyes) December 25, 2022
"Þöggun gildir um guð kristinna manna" segir biskup Þjóðkirkjunnar í predikun sem útvarpað var í beinni í útvarpi allra landsmanna.
Gleðileg jól btw
— 🇺🇦 🇵🇸 🏳️⚧️ Sveinn Þórhallsson (@sveinnthorhalls) December 25, 2022
„Þöggun í gangi um Guð“ sagði biskup þjóðkirkjunnar í jólaprédikun, sem bæði var útvarpað og sjónvarpað í ríkisútvarpinu á besta tíma um jólin og sem bauðst ekki öðrum trúfélögum.
— Erlendur (@erlendur) December 25, 2022
Það er svo óviðeigandi að standa þarna, gulli skrýdd, á háum launum í boði þjóðarinnar, þar sem þú færð borgað fyrir að stunda trúboð á þinni trú, og spila sig sem eitthvað fórnarlamb. Það eina sem er að gerast er að fólk er farið að setja spurningarmerki við forréttindi þín. https://t.co/lpcn6QQeXI pic.twitter.com/qKD3dlqULs
— Inga Auðbjörg K. Straumland (@ingaausa) December 25, 2022