fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Agnes biskup segir þöggun ríkja um guð kristinna manna

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 25. desember 2022 13:31

Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, segir að í samfélagi okkar sé þöggun í gangi varðandi  Guð kristinna manna og að óvinsælt sé að nefna hann á nafn í opinberri umræðu. Þetta kom fram í jólaprédikun biskups í Grafarvogskirkju í hádeginu þar sem Agnes þjónaði ásamt séra Guðrúnu Karls Helgudóttur og séra Sigurði Grétari Helgasyni en guðsþjónustunni var bæði útvarpað og sjónvarpað á RÚV.

„Guð birtist hér á jörð í barninu Jesú. Það er ekki vinsælt að nefna nafið hans í opinberri umræðu. Það hefur verið þöggun í gangi varðandi Guð kristinna manna. Spurt var hvort samhengi væri á milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki mætti lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins. Fundarmenn hneyksluðust á þessari spurningu. Hvaða samhengi ætti svo sem að vera á milli þessa? Við sem treystum þeim Guði sem Jesús birti og boðaði vitum að í öllum aðstæðum lífsins er svar að finna í Orði Guðs. Við vitum að við erum ekki undanskilin þjáningu og erfiðleikum né heldur lífshamingjunni. En við vitum að hvað svo sem mætir okkur á lífsveginum þá erum við ekki ein. Við finnum, ekki bara trúum, heldur finnum að við erum borin á bænar örmum og við erum leidd af honum sem er ljós mannanna,“ sagði Agnes biskup meðal annars í prédikun sinni.

Ljóst er að sitt sýnist hverjum um þessi orð biskups og netverjar á Twitter voru snöggir til að segja skoðun sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“