fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fréttir

Vildi endurgreiðslu eftir vændiskaup – Fjögurra ára fangelsi fyrir frelsissviptingu og hrottafullt ofbeldi gegn konu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 23. desember 2022 16:30

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi og til greiðslu þriggja milljóna króna miskabóta vegna frelsissviptingar og hrottafullrar líkamsárásar gagnvart konu sem hann hafði keypt vændi af. Árásin var kærð til lögreglu þann 21. apríl árið 2021. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Maðurinn var sýknaður af þeim hluta sem ákærunnar sem varðaði kynferðisbrot önnur en vændiskaup, þ.e. nauðgun sem samkvæmt ákæru átti sér stað eftir að umsömd kynmök höfðu átt sér stað.  Þótti dómara þessi atriði ekki fullsönnuð þar sem orð stæðu gegn orði og vitnisburður vitna væri byggður á frásögn konunnar.

Áverkavottorð og fleiri sönnunargögn þóttu hins vegar sanna annað ofbeldi mannsins gegn konunni. Bankayfirlit sönnuðu greiðslu fyrir kynlífsþjónustu en maðurinn greiddi konunni 10 þúsund krónur í leigubílakostnað og 40 þúsund krónur fyrir kynlífsþjónustu með því að millifæra á reikning hennar. Konan kom á heimili mannsins sem bjó í litlu herbergi.

Eftir að maðurinn hafði haft sáðlát krafðist hann endurgreiðslu, en konan sagðist ekki geta millifært á hann þar sem hún hefði látið hann millifæra á reikning annars aðila, læsti hana inni í herberginu, tók af henni síma, tók hana hálstaki og „sló hana endurtekið í andlit og búk, með þeim afleiðingum að A hlaut brot á augntóttargólfi og á vanga- og kinnkjálkabeinum vinstra megin, mar í andliti, á hálsi og á vinstri upphandlegg, húðblæðingar á hálsi og punktblæðingar í andliti og í slímhúðum augna og í munnslímhúð, og yfirborðsáverka í andliti og á búk,“ eins og segir í ákæru en dómari taldi þennan hluta ákærunnar fullsannaðan.

Maðurinn var sem fyrr segir dæmdur í fjögurra ára fangelsi og til greiðslu þriggja milljóna króna í miskabætur en konan krafðist sex milljóna.

Dóminn má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem Trump birti og er að gera allt brjálað

Sjáðu myndbandið sem Trump birti og er að gera allt brjálað
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kjarasamningar loksins í höfn og verkföllum aflýst

Kjarasamningar loksins í höfn og verkföllum aflýst
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir