fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fréttir

Skemmtiferðaskip hætta við Rússlandsferðir og koma til Íslands í staðinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. desember 2022 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í mikla aukningu á komum skemmtiferðaskipa hingað til lands á næstunni. Hluta af þessari aukningu má rekja til stríðsins í Úkraínu því útgerðir skemmtiferðaskipanna hafa hætt við ferðir til Rússlands og velja frekar að sigla til Íslands, Noregs og Grænlands.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þetta komi fram í greiningu sem Ekaterina Uryupovu, hjá Norðurslóðastofnuninni, gerði um ferðir skemmtiferðaskipa á næsta ári.

Útgerðirnar hafa flestar fellt niður ferðir til Rússlands næstu árin en þær höfðu í hyggju að senda skip sín til Frans Jósefslands, Novaja Semlja, Múrmansk og fleiri staða á norðurslóðum. En nú er minni eftirspurn eftir ferðum til norðurslóða en áður.

Fréttablaðið hefur eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, að Íslendingar þurfi að ákveða fyrirkomulag og stýringu þessarar greinar.

Samkvæmt upplýsingum frá hafnarstjórum landsins er búist við um 40% aukningu í komum skemmtiferðaskipa til landsins á næsta ári en um 20 hafnir taka á móti skipunum.

Jóhannes sagði að ekki sé gefið að innviðirnir hér á landi geti tekið við öllum þeim sem vilja koma hingað til lands. Þessi hraða aukning geti verið varasöm. Í sumar hafi markaðurinn verið mjög þaninn, skortur hafi verið á rútum, ökumönnum og leiðsögumönnum til að sinna farþegum skemmtiferðaskipa. „Ég held að það verði veruleg áskorun að taka á móti 40 prósenta aukningu skemmtiferðaskipafarþega á næsta ári,“ sagði hann.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem Trump birti og er að gera allt brjálað

Sjáðu myndbandið sem Trump birti og er að gera allt brjálað
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kjarasamningar loksins í höfn og verkföllum aflýst

Kjarasamningar loksins í höfn og verkföllum aflýst
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir